fbpx

Posts

11 jan

HÚSREGLUR TRAIN STATION

13 jan – 17 feb 2021

Æfingaaðstöðu hefur verið skipt upp í hólf. 

Búningaaðstaða er lokuð.

Salernis- og handþvottaaðstaða fylgir hverjum hóp.

Einungis 14 geta bókað sig í hvern tíma.

Hver tími er 45 mín. Leyfilegt er að mæta 5 mín fyrir bókaðan tíma og salur skal yfirgefinn korter fyrir heila tímann.

Meðlimir eru beðnir um að mæta í æfingafötum og með drykkjarvatn í brúsa.

Það mætir enginn á æfingu án þess að hafa skráð sig í Wodify. Skráning þarf að fara fram að lámarki klst fyrir mætingu.

9 tíminn sem eyrnamerktur er ALUNG er tími fyrir 60 ára +. 

Þegar mætt er á æfingu höfum við sett upp merkingu sem gefur til kynna hvaða salernis- og handþvottaaðstöðu skal nota til handþvottar. 

Meðlimir eru beðnir um að þvo sér um hendurnar strax og komið er í hús og í leiðinni muna eftir 2 metra reglunni og sýna virðingu. 

Við höfum merkt æfingasvæðið þannig að hver og einn hafi hólf til þess að framkvæma æfingar, 4 fm og síðan höfum við tekið frá pláss sem er 2 m að breidd milli allra hólfa.

Þar sem það er algjör skráningaskilda þá vitum við alltaf fyrir fram hver mætir og gerum því hólfin tilbúin fyrir ykkur með viðeigandi æfingarbúnaði, dýnu, handklæði, sótthreinsandivökva og tusku.

Eftir æfingar þrífur hver og einn búnaðinn sinn og skilur eftir í hólfinu. 

Vegna fjölda- og nálægðartakmarka verður einungis einn þjálfari í salnum hverju sinni.

Við hvetjum meðlimi okkar áfram að gæta fyllsta öryggis og halda sig heima ef um flensueinkenni er að ræða.

Hvetjum meðlimi okkar til að lesa yfir minnisblað Þórólfs :

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20s%c3%b3ttvarnal%c3%a6knis%20dags.%207.%20jan.pdf?fbclid=IwAR2xAn3Rwy5QyTkemdcW3CAAx6BscAcQWzxlhELrj5WYOBNz7qxrAfEdlbo

21 okt

Eftir mikla yfirlegu síðustu daga höfum við ákveðið að hafa þjálfunarstöðina okkar, Train Station, lokaða áfram.

Við munum halda áfram að fylgjast með þróun bylgjunnar og munum halda meðlimum okkur upplýstum um gang mála.

Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm.

Hingað til hafa engin smit komið upp hjá okkur, enda höfum við lagt allt okkar í að vernda meðlimi okkar og höldum því auðvitað áfram.

02 ágú

Í tilefni af COVID-19 langar okkur að benda á að Train Station er einstaklingsmiðuð þjálfunarstöð og er alltaf takmarkaður aðgangur að stöðinni þó svo við forum út í örlítið hertari aðgerðir núna.

Næstu vikurnar höfum við sett upp fjöldatakmörk sem miðast við að aldrei séu fleiri en 20 manns í húsinu hverju sinni. Húsnæðið er 600 fm og ætti að rúmmast vel um hvern og einn. Minnum á að nauðsynlegt era ð skrá sig í tíma.

Húsnæðið er vel þrifið og sótthreinsað á milli tíma og mælumst við til þess að við öxlum öll ábyrgð og þvoum okkur vel um hendurnar með sápu áður er komið er inn í salinn og notað sé sótthreinsispritt.

Æfingarnar skipuleggjum við þannig að það sé sem minnst af snertingum við áhöld sem við notum með öðrum. Sótthreinsispritt er alltaf tiltækt í salnum ásamt klútum til að þrífa með.

Hvetjum fólk til að vera heima ef það finnur fyrir flesueinkennum eða hefur grun um smit.

Við fylgjumst vel með tilmælum landlæknis og munum endurmeta okkar viðbrögð eftir því sem frekari upplýsingar berast.

12 jún

Öll þurfum við næringu. Hvað þá ef við erum að hreyfa okkur.

Öll þurfum við líka góða næringu og því miður virðist hún ekkert endilega vera auðfundin í dag. Hvað gerum við þá? Jú græjum kokk.

Við bjóðum Miloz velkomin og getum við ekki annað en hvatt ykkur í að koma við og fá að bragað á þessari dásemd sem hann hefur verið að framreiða hérna hjá okkur.

Við bjóðum upp á mat í hádeginu, misjafnt hvað er í boði en já súpa, fiskur, kjúklingur, grænmeti, tapas, við bara fylgjum veðri og vindum.

Við bjóðum líka áfram upp á dásemdar kaffið okkar, sjeikana sem flesta dreyma síðan nóttina á eftir og höfum bætt við morgunskál stútfullri af grískri jógúrt sem Miloz hefur töfrað dásemdar bragð sem er toppuð með hnetu múslíinu okkar og ávöxtum.

Einnig höfum við til sölu hjá okkur hnetustykki, sesam bita, hrökkbrauð með hummus og pesto, að minnsta kosti tvær tegundir af múslí…

… þú þarft eiginlega bara að kíkja við

Hlökkum til að sjá þig

Starfsfólk Train Station

22 mar

Afhverju lífrænt ?

Það að kaupa lífræna vöru er oft ákvöruðun útaf fyrir sig. Við mælum eindregið með að þú hugir að uppruna fæðunnar sem þú neytir. Munurinn á lífrænum vörur og ólífrænum getur oft verið mjög mikill og ber þá að skoða framleiðsluferlið.

Lífrænt ræktað grænmeti er að jafnaði dýrara en annað grænmeti vegna þess að við ræktunina eru ekki notuð eiturefni og ræktunin krefst því meiri vinnu, til dæmis við að reita arfa. Vaxtarhraðinn er síðan ef til vill minni, sem leiðir til þess að framleiðslan er minni á tímaeiningu sem orsakar hærra verð.

• Lífræn matvæli eru hollari og innihalda meira af andoxunarefnum, næringarefnum, vítamínum og steinefnum en ólífræn matvæli.

• Lífræn matvæli innihalda engin eiturefni. Góðar og óskaddaðar frumur líkamans eru grundvöllur góðrar heilsu. Sé eiturefna neytt getur það leitt til þess að starfsemi frumnanna skaðast.

• Lífræn matvæli eru ekki erfðabreytt. Þegar genabreyttra matvæla er neytt fær líkaminn nýtt DNA sem hann hefur aldrei komist í kynni við í gegnum þróun mannsins. Á Íslandi eru framleiðendur ekki skyldugir til að taka fram hvort um sé að ræða genabreytt matvæli svo besta leiðin til að forðast þau er að kaupa lífrænt

• Engin geislun er í lífrænum matvælum. Tilgangur geislunar er að drepa lifandi smitefni en hið kaldhæðnislega er að geislunin drepur ekki öll smitefnin og drepur einnig bestu gæðaeiginleika matvælanna. Geislunin breytir einnig efnafræðilegri uppbyggingu sameindanna og getur breytt þeim í krabbameinsvaldandi efnasambönd.

• Lífræn matvæli eru vottuð og þurfa að uppfylla ströng skilyrði til að öðlast og viðhalda þeirri vottun.

• Lífrænn búskapur megnar hvorki andrúmsloftið, vatnið né landið með eiturefnaáburði og varnarefnum.

• Í lífrænni ræktun eru hvorki notaðar aðferðir né efni sem eru náttúrunni framandi.

• Lífrænn búskapur hjálpar til við að draga úr hlýnun jarðar en með lífrænum búskapi er notaður dýraáburður og smárar og belgjurtir notaðar til að auðga jarðveginn. Með þessari aðferð leysist koltvísýringur (CO2) hægar út í andrúmsloftið.

15 mar

Í tilefni af COVID-19 langar okkur að benda á að Train Station er einstaklingsmiðuð þjálfunarstöð og er takmarkaður aðgangur að stöðinni.

Fjölda takmörk hafa verið sett á og miðað er við að aldrei séu fleiri en 15-18 manns í húsinu hverju sinni, húsnæðið er 600 fm og ætti því að rúmmast vel um hvern og einn. Nauðsynlegt er því að skrá sig í tíma.

Húsnæðið er vel þrifið og sótthreinsað á milli tíma. Mælst er til þess að við öxlum öll ábyrgð og þvoum okkur um hendurnar með sápu, notum sótthreinsispritt.

Hvetjum fólk til að vera heima ef það finnur fyrir flensueinkennum eða hefur grun um smit.

VIÐ FYLGJUMST VEL MEÐ TILMÆLUM LANDLÆKNIS OG MUNUM ENDURMETA OKKAR VIÐBRÖGÐ EFTIR ÞVÍ SEM FREKARI UPPLÝSINGAR BERAST.

SJÁ MEIRA UM COVID-19 VEIRUNA Á WWW.LANDLAEKNIR.IS

10 mar

Magnesíum er lífsnauðsynlegur efnahvati í virkni ensíma, sérstaklega þeirra sem vinna að orkuframleiðslu. Það
hjálpar líka til við upptöku kalks og kalíums. Skortur á magnesíum hefur áhrif á flutning tauga- og vöðvaboða og getur valdið depurð og jafnvel taugaveiklun.   

Sé magnesíum bætt við mataræði getur það unnið gegn þunglyndi, svima, slappleika í vöðvum, vöðvakippum og
fyrirtíðarspennu. Auk þess sem það hjálpar til við að viðhalda eðlilegu sýrustigi líkamans og líkamshita.

Þetta mikilvæga steinefni verndar veggi slagæða gegn álagi þegar skyndilegar breytingar á blóðþrýstingi verða. Það skipar stórt hlutverk í myndun beina og í efnaskiptum kolvetnis og vítamína/steinefna.

Ásamt B6 vítamíni hjálpar magnesíum við að draga úr og leysa upp nýrnasteina og getur hjálpað til við að
fyrirbyggja myndun þeirra. Rannsóknir sýna að magnesíum getur fyrirbyggt hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu og ákveðnar tegundir krabbameins. Það getur einnig dregið úr kólestróli, unnið gegn fæðingum fyrir tímann og samdráttarkrömpum hjá þunguðum konum.

Rannsóknir sýna að inntaka magnesíums meðan á þungun stendur dregur verulega úr fósturskaða við fæðingu.  Allt að 70% lægri tíðni andlegrar þroskaskerðingar hefur mælst hjá börnum mæðra sem tóku magnesíum meðan á þungun stóð ásamt 90% lægri tíðni á lömun vegna heilaskemmda við fæðingu.

Mögulegar birtingarmyndir á magnesíumskorti eru ruglingur, svefnleysi, depurð, slök melting, hraður
hjartsláttur, flog og æðisköst. Oft veldur magnesíumskortur svipuðum einkennum
og sykursýki.

Magnesíumskortur fyrirfinnst gjarnan við upphaf margra hjarta- og æðavandamála. Hann getur verið meginorsök banvæns hjartakasts, mikillar taugaspennu og skyndilegrar hjartastöðvunar, auk astma, síþreytu, krónísks sársauka, þunglyndis, svefnleysis, ristiltruflana og lungnasjúkdóma. Rannsóknir hafa einnig sýnt að magnesíumskortur getur ýtt undir myndun nýrnasteina.   

Mæling á magnesíummagni hjá einstaklingi ætti að vera grunnrannsókn þar sem magnesíumskortur eykur áhrif
nánast allra sjúkdóma.

Magnesíum fyrirfinnst í flestum matvælum, fiski, kjöti, sjávarfangi sem og mjólkurvörum. Önnur magnesíumrík matvæli eru epli, apríkósur, avókadó, bananar, ölger, hýðishrísgrjón, cantaloupe melónur, söl, fíkjur, hvítlaukur, greip, grænar salattegundir, þari, sítrónur, hirsi, hnetur, ferskjur, augnbaunir, lax, sesamfræ, sojabaunir, tofú, vætukarsi og
heilkorn.

Þær jurtir sem innihalda magnesíum eru meðal annars alfa alfa spírur, kattarmynta, cayenne pipar, kamilla, haugarfi, fíflar, augnfró, fennelfræ, fenugreek, humall, piparrót, sítrónugras, lakkrís, netlur, hafrastrá, paprika, steinselja, piparmynta, hindberjalauf, rauðsmári, rófustilkar, kakó, rabarbari, spínat og te.

Neysla áfengis, notkun þvagræsilyfja, niðurgangur og streita eykur þörf líkamans fyrir magnesíum.

10 mar

Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum. Þær eru þekkt orsök kvefs en þær geta einnig valdið alvarlegri lungnabólgu og jafnvel dauða.

Í Train Station förum við eftir leiðbeiningum og verkferlum til sjálfstæðra fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna sýkinga af völdum nýrrar kórónuveiru (COVID-19). Til að halda útbreiðslu í lágmarki þurfa allir að leggjast á eitt. Með eftirfarandi forvarnaraðgerðum getum við varist óvelkomnum sýkingum og veirum í andrúmsloftinu. Hver og einn þarf að vernda sjálfan sig og gæta þess að dreifa ekki smiti ef grunur leikur á veikindum. Aukin hafa verið þrif og aukið aðgengi er að sótthreinsispritti.

 

Taktu eftir:

• Tryggt hefur verið að starfsfólk fyrirtækisins hafi ekki dvalið í þeim löndum eða svæðum sem hafa orðið hvað verst úti á síðustu vikum (Ítalía, Kína, Kórea, Íran og fleiri)

• Þjálfunarstöðin er vel þrifin og álagssvæði sprittuð amk tvisvar á daglega.

• Ef þú finnur fyrir kvef- og flensueinkennum hvetjum við þig til að vera heima.

• Ef þú hefur áhyggjur af mögulegu COVID 19 smiti skaltu tilkynna það í síma 1700.

• Notaðu handspritt og vertu dugleg(ur) við handþvott.

• Forðastu faðmlög og handabönd.

• Forðastu að snerta andlit með höndunum nema þú sért nýbúin(n) að þvo þér eða spritta.

• Hóstaðu/hnerraðu í olnbogabótina eða í til þess ætlað lín/pappír og þvoðu hendur á eftir.

• Gættu að hreinlæti við notkun vatnsflaska, klósett og vaska.

Til þess að tryggja okkur frekar þegar að þjálfun kemur:

• Handþvottur er mikilvægur, þvoðu þér um hendurnar og notaðu spritt áður en þú byrjar æfinguna.

• Hjá Train Station er í boði sótthreinsispritt í spreybrúsum sem þú getur haft mér þér í gegnum æfinguna.

• Úðaðu spritti á dýnu eftir notkun.

Við fylgjumst vel með tilmælum Landlæknis og munum endurmeta okkar viðbrögð eftir því sem frekari upplýsingar berast.

Sjá meira um Covid-19 veiruna á www.landlaeknir.is

 

28 sep

Gildi góðrar þjálfunar

Við rákumst á skemmtilega rannsókn um daginn sem sýnir svo sannarlega fram á ágæti þess að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara.

Rannsóknin var framkvæmd var við Bell State University í Indiana. Tveir hópar af 10 karlmönnum voru settir saman. Þeir fengu báðir sama verkefnið, styrktarþjálfun í 12 vikur. Hóparnir voru svipaðir við upphaf rannsóknar og þeir fengu sömu þjálfunaráætlun, sömu æfingarnar, sama fjölda endurtekninga og jafn mikla hvíld milli seta. Við lok rannsóknarinnar hafði annar hópurinn bætt styrk umfram hinn hópinn um 32% í efri líkama og 47% í neðri líkama. Engar töfrapillur voru ávísaðar, eini munurinn var að annar hópurinn hafði þjálfara með sér á æfingu.

Munurinn liggur í því að hafa þjálfara. Eftir 6 vikur af áætluninni var hópurinn sem hafði þjálfar farinn að lyfta mun þyngri þyngdum. Í grunninn fengu hóparnir sömu hvatningu en svo virðist sem hlutverk þjálfarans á æfingunni hafi fengið menn til þess að stíga frekar næsta skref.

Hlutverk þjálfarans er einmitt að halda okkur við efnið, fá okkur til þess að gera aðeins meira í hvert sinn, hjálpa okkur að meta það með okkur þegar við höldum að við getum þetta bara ekki og meta það síðan með okkur hvað, hvernig og hvenær við gerum æfingarnar.

Ótal rannsóknir sýna fram á að þeir sem stundi almenna líkamsrækt og lyftingar lyfti almennt um 50% hámarksþyngdar miðað við eina endurtekningu, sem er of létt til þess að ná almennt að virkja vöðvann nógu mikið til þess að geta aukið styrk og ummál vöðvanna, og þarf leiðandi fara á mis við aukna getu líkamans til þess að brenna fitu.

Rannsókn frá 2008 sem birtist í Journal of Strength and Conditioning Research sýndi fram á að konur sem æfa einar lyfti aðeins 42% af hámarksþyngd miðað við eina endurtekningu í 10 endurtekninga setti.

Margir þjálfarar falla þó oft í þessa grifju líka þar sem þessi rannsókn sýndi líka fram á að konur voru einungis að vinna með 51% hámarksþyngd miðað við eina endurtekningu í 10 endurtekninga setti en voru þó hjá þjálfara. Þar kemur þó inn í spurningin hvort þjálfarinn hafi ekki ýtt nógu mikið eða þá að skjólstæðingarnir hafi vanmetið getu sína.

28 ágú

Átak í átt að heilbrigðara lífi

Vantar þig ekki svolítið gott aðhald, meiri vitneskju um mataræðið og allt er viðkemur heilbrigðum lífstíl, snilldar matseðil sem kemur þér vel afstað og lengra en það og góða 10 vikna æfingaáætlun sem virkar og læra bara að gera þetta rétt.

 

*Þjálfunaráætlun sérsniðin að þér og þínum markmiðum.

*Matseðlar og uppskriftir sem koma þér í geggjað form án öfga.                                                                           

*Nákvæm áætlun skref fyrir skref hvernig þú ferð að þessu á áhrifaríkan og heilbrigðan hátt.

*Bókin, stútfull af fróðleik og uppskriftum

*6 fundir á 14 daga fresti

*Aðhaldið

*Peppið

*Mælingarnar

*Endurmatið, markþjálfunin, matreiðslunámskeiðið, gleðin, árangurinn og bara svo endalaust meira.

 

10 vikur hefjast 3 september og líkur 12 nóvember.

 

Verð : 39.900 10.000 við skráningu og tvær greiðslur upp á 14.950

 

Skráning fer fram í gegnum trainstation@trainstation.is