Streitu má skilgreina sem hvers kyns breytingar sem valda líkamlegu, tilfinningalegu eða sálrænu álagi. Streita er viðbrögð líkamans við öllu sem krefst athygli eða aðgerða.
Allir upplifa streitu að einhverju leyti. Það hvernig þú bregst við streitu skiptir hins vegar miklu máli fyrir almenna líðan.
Breytingar, endalausar áskoranir sem og tímabil í lífinu í heild eru allt þættir sem við finnum fyrir á lífsleiðinni og vilja koma ólagi á líf okkar, raska einbeitningu, ræna orku, gera okkur óstyrk sem og setja á okkur pressu.
Upp koma ýmsar hugsanir, áhyggjur og álag sem er eðlilegt er að líkaminn bregðist við. Hjartsláttur eykst, blóðþrýstingur hækkar og við spennumst ósjálfrátt upp í hnakka og öxlum.
Oft á tíðum tökum við ekki eftir smávægilegum einkennum þar sem við höfum tilhneigingu til að stilla á sjálfstýringu og gefa einkennunum ekki gaum, jafnvel þau sem við ættum svo sannarlega að hlusta á. Oft tökum við ekki eftir þeim fyrr en þau eru farin að trufla okkur verulega.
Við getum átt erfitt með andadrátt
Hjartsláttur eykst
Við upplifum áhyggjur og jafnvel ótta
Neikvæðar hugsanir fara að koma upp
Við verðum þreyttari og úthaldsminni
Við verðum eirðarlaus og óróleg
Við getum farið að upplifa erfiðleika með svefn
Höfuðverkir geta farið að láta kræla á sér
Svo eitthvað sé nefnt