fbpx

Streita

08/12/2022
Streita

 

Streitu má skilgreina sem hvers kyns breytingar sem valda líkamlegu, tilfinningalegu eða sálrænu álagi. Streita er viðbrögð líkamans við öllu sem krefst athygli eða aðgerða. 

Allir upplifa streitu að einhverju leyti. Það hvernig þú bregst við streitu skiptir hins vegar miklu máli fyrir almenna líðan.

Breytingar, endalausar áskoranir sem og  tímabil í lífinu í heild eru allt þættir sem við finnum fyrir á lífsleiðinni og vilja koma ólagi á líf okkar, raska einbeitningu, ræna orku, gera okkur óstyrk sem og setja á okkur pressu.

Upp koma ýmsar hugsanir, áhyggjur og álag sem er eðlilegt er að líkaminn bregðist við. Hjartsláttur eykst, blóðþrýstingur hækkar og við spennumst ósjálfrátt upp í hnakka og öxlum.

Oft á tíðum tökum við ekki eftir smávægilegum einkennum þar sem við höfum tilhneigingu til að stilla á sjálfstýringu og gefa einkennunum ekki gaum, jafnvel þau sem við ættum svo sannarlega að hlusta á. Oft tökum við ekki eftir þeim fyrr en þau eru farin að trufla okkur verulega.  

 

Við getum átt erfitt með andadrátt

Hjartsláttur eykst

Við upplifum áhyggjur og jafnvel ótta

Neikvæðar hugsanir fara að koma upp

Við verðum þreyttari og úthaldsminni

Við verðum eirðarlaus og óróleg

Við getum farið að upplifa erfiðleika með svefn

Höfuðverkir geta farið að láta kræla á sér

Svo eitthvað sé nefnt

 
Streita

Til þess að bregðast á gagnlegan hátt við streitu er nauðsynlegt að gera breytingar á lífi okkar eða því hvernig við högum okkur í námi, starfi og samskiptum svo eitthvað sé nefnt.

Hvað getum við gert til að komast hjá mikilli streitu?

Ef streitan snýr að vinnunni, þá er mjög mikilvægt að skilgreina vel vinnutíma og frítíma og virða hann.

Gerðu hluti sem þú hefur ánægju af.

Einbeittu þér að því að hlusta á líkamann 

Settu mörk, bæði þér og öðrum

Hreyfðu þig

Borðaðu hollan og næringaríkan mat

Ræddu hlutina

Eigðu samskipti við fólk sem styrkja þig

Sofðu

Hugleiddu

Andaðu

Ekki fresta hlutunum