hefur þú fengið í bakið ?
Ef ekki þá ertu líklega ung/ur eða þá rosa heppin/n manneskja þar sem 70-85% fólks fær oftar en einu sinni í bakið á lífsleiðinni.
Bakverkir tróna toppinn sem helsta afsökun fyrir læknisheimsóknum sem og veikindadögum frá vinnu.
Sterkt bak heldur okkur í réttri stöðu, hvort sem er dags daglega eða á æfingum.
Við það að halda bakinu í góðri þjálfun vinnur þú ekki bara gegn bakverkjum heldur einnig verkjum í mjöðm, herðum hálsi og jafnvel hnén græða á sterku baki Í bakinu á okkur eru yfir 200 vöðvar, 120 af þeim sjá um að halda stöðuleika hryggsúlunnar.
Vöðvarnir í bakinu hafa mikilvægt hlutverk þar sem þeir sjá að stórum hluta um að halda okkur uppréttum frá mjöðm.
Hryggsúlan er byggð upp af 33 hryggjarliðum. Milli þeirra eru fjaðrandi hryggþófar úr trefjabrjóski með mjúkum hlaupkenndum kjarna innst sem virka sem demparar. Utan um hryggsúluna eru liðbönd og vöðvar sem ásamt hryggþófunum auka styrk hennar og hreyfanleika. Innan í hryggsúlunni er síðan mænan vel varin. Út frá mænunni liggja taugaræturnar sem greinast í taugar og bera boð til og frá líkamshlutum.
Ef bakið er ekki sterkt vantar oft stöðugleika kringum hrygginn sem getur síðan ýtt undir meiðsli annarsstaðar í líkamanum.
Þjálfararnir okkar mæla með því að hreyfa í bakvöðvunum sem oftast. Hugsaðu vel um líkamsstöðuna, andaðu, alls ekki horfa niður og togaðu, markvisst amk einu sinni í viku og létta styrktarþjálfun á gólfi ca fjórum sinnum í viku og þú átt eftir að vera svo þakklát/ur sjálfum þér.