fbpx

Markmið

01/12/2022
Markmið

 

Þegar við setjum okkur markmið er það útaf því að við viljum breytingu, eitthvað meira, en það getur verið pínu flókið að setja sér markmið og standa við þau.

Rannsóknir sína að einungis 8% standa við markmiðin sem þau setja sér um áramót…

Ef þú ert einn af þeim sem hefur ekki náð að komast að marklínu með markmiðin þín þá er vert að skoða grunninn.

 
Markmið

Finndu þína ástæðu til þess að breyta hegðun.

Það er miklu líklegra að þú standir við markmiðið ef þú hefur þína ástæðu og gerir þér grein fyrir ávinningnum.

Ég ætla að byrja að æfa!

Ef þú ert td ekki vanur/vön því að stunda reglulega hreyfingu þá er kannski ekki nóg að þú hugsir bara „æji mér líður svo vel eftir æfinguna“. Finndu í staðinn gildi þitt fyrir því að æfa, eins og td. Það að hreyfa mig fær mig til að líða betur, ég fæ betra sjálfstraust, ég sef betur, með betri heilsu á mér eftir að líða betur í líkamanum og ég á eftir að njóta lífsins betur.

settu þér sértæk markmið

Þó svo að planið sé að sinna þessu sé góð byrjun en þú ert þó líklegri til að ná árangri ef markmiðin eru sértæk og framkvæmanleg.  

Ákveddu strax hvernig þú ætlar að gera þetta og gerðu þér grein fyrir því hverju þú þarft að breyta.

taktu lítil en mikilvæg skref

Þegar breyta á hegðun þá er góð regla að taka lítil skref, oft erfitt en til lengdar er það svo miklu auðveldara og mun varanlegra. 

Ef þú ætlar td að drekka meira vatn þá er markmiðið líklega toppurinn sem er um 2 lítrar á dag en það getur verið full mikið til að byrja með ef þú drekkur varla vatn.  

Það er mun raunhæfara að ákveða að drekka td 4 vatnsglös á dag til að byrja með og auka það svo hægt og rólega. Áður en þú veist af ertu komin/n í 8 glös.

 

Skiptu út ósækilegri hegðun fyrir æskilega hegðun.

Ef þú ákveður að hætta einhverju, eins og td. minnka símanotkun, sjónvarpsgláp og minnka snarl td er mjög líklegt að þegar þú minnkar það eða hættir því að þú upplifir skort. Löngunin til að fara í sama farið getur oft verið sterk.

Góð leið til að takasta á við skortinn er að vera undirbúin/n. Einbeittu þér að því sem þú ætlar að gera og gerðu þér grein fyrir því hvernig þú ætlar að gera þetta.

Ég ætla göngutúra á kvöldin til að koma í veg fyrir að ég tapi mér yfir sjónvarpinu.

Ég þarf að passa mig að borða reglulega yfir daginn til að vera ekki í þessu snarli á kvöldin.

Semsagt, finndu staðgengil fyrir hegðuninni sem þú vilt skipta út.

 

Gerðu þér grein fyrir mótvindinum og vertu undirbúin/n.

Hegðunarbreytingar geta verið erfiðar og skapað neikvæðar hugsanir og tilfinningar.

Þetta er of erfitt

Ég mun aldrei ná þessu 

Það á eftir að koma mótvindur og þú átt eftir að rekast á hindranir en þar reynir á styrk okkar og skipulagningu. Hugsaðu þetta og gerðu þér grein fyrir því hvernig þú ætlar að bregðast við. Ekki falla í gagnrýna hugsun, einbeittu þér að markmiðinu og vertu góð/ur við þig.

 

mundu svo bara umfram allt

Þú ert með þetta