Ef þú ákveður að hætta einhverju, eins og td. minnka símanotkun, sjónvarpsgláp og minnka snarl td er mjög líklegt að þegar þú minnkar það eða hættir því að þú upplifir skort. Löngunin til að fara í sama farið getur oft verið sterk.
Góð leið til að takasta á við skortinn er að vera undirbúin/n. Einbeittu þér að því sem þú ætlar að gera og gerðu þér grein fyrir því hvernig þú ætlar að gera þetta.
Ég ætla göngutúra á kvöldin til að koma í veg fyrir að ég tapi mér yfir sjónvarpinu.
Ég þarf að passa mig að borða reglulega yfir daginn til að vera ekki í þessu snarli á kvöldin.
Semsagt, finndu staðgengil fyrir hegðuninni sem þú vilt skipta út.