fbpx

Ofurmömmur eru mættar í Train Station

27/12/2022
Ofurmömmur eru mættar í Train Station

 

Train Station hefur hafið samstarf við Reykjavík Barbell þar sem Lucie Martinsdóttir tekur að sér að taka á móti ofurmömmum.

Lucie hefur um nokkurn tíma boðið upp á styrktarþjálfun fyrir mæður, hvort sem er nýbakaðar eða löngu bakaðar.

Við erum að tala um alvöru styrktarþjálfun, sem hefur bara vantað svolítið á markaðinn, ekkert dútl, bara alvöru æfingar en þó í litlum hóp með einstaklingsmiðun og tækni í fyrirrúmi.

Salurinn er lokaður öðrum iðkendum á meðan tímarnir fara fram til þess að mæðurnar geti notið sín með ungana sína sér við hlið.

Við hlökkum þess að taka á móti sprækum ofurmæðrum.