1 skref:
10-13 janúar Viðtalið – Þú bókar þig í heilsufarsviðtal hjá heilsumarkþjálfa og færð senda ítarlega heilsufarsskýrslu til útfyllingar sem þú mætir með með þér í viðtalið. Viðtalið er einskonar heilsufarsmat, ummáls og fitumæling, vigtun ásamt því að farið er í gegnum ferlið skref fyrir skref. Í viðtalinu eru sett upp fyrstu skrefin í ferlinu þínu.
2 skref:
Þú mætir á æfingar hjá okkur eins oft og þú vilt og á þeim tíma sem hentar þér næstu 10 vikur og við tökum ávalt á móti þér, kennum þér og fylgjum þér eftir.
3 skref:
Þú færð eftirfylgnina í breytingunni á lífstílnum.
4 skref:
18 janúar kl 19.30 hittumst við og förum yfir viðfangsefni næstu vikna, förum yfir tækniþjálfun og grunninn að mataræðinu og hvað sé best að hafa í huga.
5 skref:
1 febrúar kl 19.30 mætir Ebba Guðný til okkar og heldur léttan og skemmtilegan fyrirlestur um heilsu, mataræðið og matarsóun
6 skref:
13-17 febrúar er viðtal og ástandsmat númer 2 af 3
7 skref:
15 febrúar kl 19.30 mætir Tinna María til okkar og tekur okkur með sér í hljóðferðaleg, Gong kyrrðarstund.
8 skref:
1 mars kl 19.30 förum við dýpra í markþjálfunina
9 skref:
22-24 mars er loka ástandsmatið og viðtal
10 skref:
27 mars er komið uppskeruhátíðinni, sigurvegarar áskoruninnar tilkynntir og spjallað um næstu skref að loknum 10 vikum.