Við trúum því að þetta sé ekkert mál ef þú skilur út á hvað heilbrigður lífstíll gengur.
Vantar þig ekki svolítið gott aðhald, meiri vitneskju um mataræðið og allt er viðkemur heilbrigðum lífstíl, snilldar matseðil sem kemur þér vel afstað og lengra en það og góða 10 vikna æfingaáætlun sem virkar og læra bara að gera þetta rétt.
Langar þig að taka heilsuna í gegn með þjálfun og réttu mataræði?
10 vikur er snilldar 10 vikna áskorun fyrir þig ef þig langar að taka heilsuna í gegn svona „once and for all“
Með yfir 20 ára reynslu vitum við að fólk er á mismunandi stað í mataræðinu og æfingunum og því sérsniðum við snilldar prógramm þar sem þú getur valið á hvað hraða þú gerir þetta.
Hvort sem þú ert:
Í góðu formi og vantar eitthvað til að komast í mega formið
Byrjandi í mataræðinu og æfingasalnum og vilt gera þetta vel og varanlega
Of þung/ur eða of létt/ur
Þá erum við með leiðina fyrir þig.
16 janúar til 27 mars
Þú færð:
3 fundi með heilsumarkþjálfa
Ástandsmat, heilsufarsskýrsla, fitu og ummálsmælingar, vigtun
Bók stútfull af fróðleik og snilldar uppskriftum
Endurmat á 10 daga fresti
Aðhaldið
Fræðsluna
Þjálfunina
Peppið
5 hittinga með okkur
og auðvitað möguleikann á að vinna vegleg verðlaun fyrir utan heilsuávinninginn sem þú hlítur
Við trúum því að þetta sé ekkert mál ef þú skilur út á hvað heilbrigður lífstíll gengur.
meðmæli með fyrri námskeiðum
10 einföld skref á 10 vikum
1 skref:
10-13 janúar Viðtalið – Þú bókar þig í heilsufarsviðtal hjá heilsumarkþjálfa og færð senda ítarlega heilsufarsskýrslu til útfyllingar sem þú mætir með með þér í viðtalið. Viðtalið er einskonar heilsufarsmat, ummáls og fitumæling, vigtun ásamt því að farið er í gegnum ferlið skref fyrir skref. Í viðtalinu eru sett upp fyrstu skrefin í ferlinu þínu.
2 skref:
Þú mætir á æfingar hjá okkur eins oft og þú vilt og á þeim tíma sem hentar þér næstu 10 vikur og við tökum ávalt á móti þér, kennum þér og fylgjum þér eftir.
3 skref:
Þú færð eftirfylgnina í breytingunni á lífstílnum.
4 skref:
18 janúar kl 19.30 hittumst við og förum yfir viðfangsefni næstu vikna, förum yfir tækniþjálfun og grunninn að mataræðinu og hvað sé best að hafa í huga.
5 skref:
1 febrúar kl 19.30 mætir Ebba Guðný til okkar og heldur léttan og skemmtilegan fyrirlestur um heilsu, mataræðið og matarsóun
6 skref:
13-17 febrúar er viðtal og ástandsmat númer 2 af 3
7 skref:
15 febrúar kl 19.30 mætir Tinna María til okkar og tekur okkur með sér í hljóðferðaleg, Gong kyrrðarstund.
8 skref:
1 mars kl 19.30 förum við dýpra í markþjálfunina
9 skref:
22-24 mars er loka ástandsmatið og viðtal
10 skref:
27 mars er komið uppskeruhátíðinni, sigurvegarar áskoruninnar tilkynntir og spjallað um næstu skref að loknum 10 vikum.
Fyrsta skrefið er samt að taka ákvörðun og skrá þig