fbpx

Ég er algjör byrjandi, hentar kerfið mér?

 

Já, kerfið er þannig uppbyggt að það hentar öllum. Hjá okkur starfa einungis vel menntaðir einkaþjálfarar sem fylgja þér algjörlega gegnum fyrstu skrefin og sníða æfingarnar algjörlega að þér.

Við bjóðum upp á viðtal í grunninn sem við notum til að sérsníða kerfið að þér. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummálsmælingar sem og farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsástand ásamt næringu.

 

Ég hef æft reglulega í nokkur ár og langar til að breyta til, hentar kerfið ykkar mér?

 

Kerfið er uppbyggt þannig að það hentar öllum og engar áhyggjur, við stjórnum álaginu hjá hverjum og einum.

 

Út á hvað ganga æfingarnar?

 

Æfingarnar ganga út á það í grunninn að bæta þig og styrkja. Við höfum sérsniðið kerfi sem miðar að því í grunninn að “vera í lagi”, styrkja grunninn, liðka, hreyfa og þetta gerum við með styrktar-, liðleika sem og hreyfanleika þjálfun ásamt mikilli reynslu sem og menntun í þjálfun.

 

Út á hvað gengur viðtalið?

 

Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummálsmælingar, ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsástand sem og næringu.

 

Hvernig sérsníðið þið kerfið að hverjum og einum?

 

Í grunninn gerum við það með því að bjóða upp á þjálfun í litlum hópum þar sem eingöngu menntaðir þjálfarar stílfæra æfingar dagsins að hverjum og einum. Viðtalið spilar líka stóru hlutverki sem og sérstakt skráningarkerfi þar sem þjálfarinn þinn hefur alltaf við höndina nýjustu upplýsingarnar um þig stoðkerfis-, hreyfingar sem og markmiðalega séð.

 

Hvernig get ég skráð mig ?

 

Skráning fer fram í gegnum áskriftaleiðir, gegnum tölvupóst á trainstation@trainstation.is eða koma við í Dugguvogi 4.

Við bjóðum upp á fría viku án skulddbindingar fyrir nýja kúnna

 

Hafa samband