fbpx

Ég er algjör byrjandi, hentar kerfið mér?

Já, kerfið er þannig uppbyggt að það hentar öllum. Með því að bjóða upp á viðtal ásamt tækniþjálfun í upphafi getum við unnið að því að sérsníða kerfið að þér. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummálsmælingar, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsástand ásamt næringu. Tækniþjálfunin miðar að því að sérsníða þjálfunina að hverjum og einum, framkvæmt er styrktar- og liðleikapróf, kennd rétt líkamsbeiting, rétt lyftingatækni, útskýrt hlutverk hverrar æfingar og auðvitað alvöru æfing í hverjum tíma. Eftir tækniþjálfunina ferðu inn í meðlimakerfi þar sem þú skráir þig inn á æfingar. Við skráningu í tíma fær þjálfarinn þinn upplýsingar um að þú ætlir að mæta og upplýsingar byggðar á styrktar- og liðleikaprófi sem framkvæmt er í upphafi og lok tækni námskeiðs ásamt vikulegri uppfærslu.  

Ég hef æft reglulega í nokkur ár og langar til að breyta til, hentar kerfið ykkar mér og þarf ég að fara á tækninámskeið ?

Í grunninn fara allir í gegnum tækninámskeið. Tækninámskeiðið miðar að því að sérsníða þjálfunina að hverjum og einum, framkvæmt er styrktar- og liðleikapróf, kennd rétt líkamsbeiting, rétt lyftingatækni ásamt því að útskýrt er hlutverk hverrar æfingar. Kerfið er uppbyggt þannig að það hentar öllum og engar áhyggjur, við stjórnum álaginu hjá hverjum og einum, svo ef þú ert tilbúin/n þá færðu álag.   

Er þetta svipað og Crossfit?

Nei, það er eiginlega ekki hægt að segja það. Við vinnum einstaklingsmiðað, þjálfari hefur alltaf við höndina upplýsingar um sérstöðu þína, veik- og styrkleika og hvað æfingin þín í grunninn þurfi að innihalda. Þjálfari skalar æfingu dagsins fyrir hvern og einn.

Út á hvað gengur viðtalið?

Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummálsmælingar, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsástand ásamt næringu. Hvernig sérsníðið þið kerfið að hverjum og einum? Í grunninn gerum við það með því að bjóða upp á þjálfun í litlum hópum þar sem eingöngu menntaðir þjálfarar stílfæra æfingar dagsins að hverjum og einum. Viðtalið spilar líka stóru hlutverki þar ásamt tækniþjálfuninni sem og sérstakt skráningarkerfi þar sem þjálfarinn þinn hefur alltaf við höndina nýjustu upplýsingarnar um þig stoðkerfis-, hreyfingar sem og markmiðalega séð. Hvernig get ég skráð mig ? Skráning fer fram í gegnum búðina okkar, þú getur líka sent okkur tölvupóst á trainstation@trainstation.is eða komið við í Dugguvoginum.