fbpx

Skilmálar Train Station

Skilmálar Train Station

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála, það fyrirbyggir misskilning og stuðlar að góðum samskiptum í framtíðinni.

Samningar milli Train Station, Bætingar ehf og meðlima veita meðlimum aðgang að öllum opnum tímum Train Station sem í boði eru gegn gjaldi.

Heilsa 

Með samþykki á skilmálum þessum fullyrðir þú, samkvæmt bestu vitund, að þér sé óhætt að stunda líkamsrækt og að þér sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú æfir á eigin ábyrgð.

Farsímanotkun er ekki æskileg meðan á æfingu stendur og stranglega bönnuð í búningsherbergjum. Myndataka af öðrum án leyfis er litin alvarlegum augum og getur varðað brottrekstur úr Train Station.

Greiðslur  

Allir samningar, hvort sem eru tímabundnir eða ótímabundnir, eru fyrirfram greiddir.

Samningar fara fram í  gegnum áskriftarleiðir  á vefsíðu Train Station eða hjá starfsmanni í afgreiðslu.

Tímabundin kort gilda frá dagsetningu áskriftar og renna út að því loknu á sama degi og upphafsdagur samnings. Tímabundnum áskriftum er ekki er hægt að segja upp meðan á tímabili stendur.

Uppsagnafrestur er þrír mánuðir og miðast við næstu endurnýjun áskriftar.

Ótímabundinni áskrift þarf alltaf að segja upp

3 mánaða korti er ekki hægt að segja upp meðan á gildistíma stendur.

6 mánaða korti er ekki hægt að segja upp meðan á gildistíma stendur.

12 mánaða korti er ekki hægt að segja upp meðan á gildistíma stendur.

Þjálfunargjöld eru óafturkræf óháð mætingu. 

Ath. Ef einhverjar óviðráðlegar aðstæður koma upp á meðan gildistími áskrifta er í gangi er hægt að senda póst á trainstation@trainstation.is

Beiðni um frystingu korts berist skrifleg í gegnum trainstation@trainstation.is.

Hægt er að frysta kort sem eru í ótímabundinni áskrift í allt að ein mánuði, einungis er hægt að frysta kort einu sinni á áskriftartímabili.

Skrifleg beiðni fyrir frystingu á korti skal berast fyrir tuttugasta hvers mánaðar.

Ef korti er sagt er á meðan það er í frystingu þá tekur við þriggja mánaða uppsagnarfrestur.

Meðlimir geta valið um fjóra greiðsluleiðir, greitt á staðnum, beingreiðslur þar sem skuldfært er sjálfkrafa af debetkorti eða boðgreiðslur þar sem skuldfært er sjálfkrafa af kreditkorti en fjórðaleiðin er að fá greiðsluseðil í heimabanka.
Skuldfært er mánaðarlega af greiðslukortum þar til áskriftinni er sagt upp. Athugið að ekki er hægt að nota fyrirframgreidd kreditkort.

Takist ekki að skuldfærsla mánaðargjaldið um mánaðamót lokast aðgangurinn að stöðinni.

Áskriftin er engu að síður virk þar til henni er sagt upp, skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi tekst.

Train Station áskilur sér rétt til verðbreytinga. Allar breytingar á verðskrá sem fela í sér umtalsverðar hækkanir umfram verðlagsþróun mun Train Station tilkynna virkum meðlimum með minnst eins mánaðar fyrirvara, það er á ábyrgð meðlima að fylgjast með tilkynningum.

Ef ekki næst að innheimta greiðslur á kredit/debit kort í áskriftarkerfi fer sjálfkrafa tölvupóstur til viðkomanda þar sem beðið er um að uppfæra korta greiðslur viðkomandi samnings, ef innheimta hefur ekki náðst að rukka eftir fimm endurtekningar á krotið fær viðkomandi senda greiðsluseðil í heimabanka og aðgangur að stöðinni lokast samhliða meðan beðið er eftir því að greiðslum á samningi verður lagað.

Frí pufuvika er í boði fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti og stendur þeim til boða að prófa frítt í viku frá þeirri dagsetningu sem þeir mæta og er þetta án skuldbindingar.

Einungis er hægt að nota fría prufuviku einu sinni og aðeins einu sinni á sömu kennitölu, ef viðkomandi hefur áður mætt í prufu viku er honum gefin kostur að velja áskrift annars fær viðkomandi sendna greiðsluseðil fyrir þjónustu sem hann hefur nýtt sér.

Skyldur Train Station

Train Station  skuldbindur sig til að standa við þann opnunartíma og þá þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma og veita meðlimum aðgang að þeirri þjálfun sem Train Station býður uppá, svo lengi sem pláss leyfir.

Kortið veitir aðgang að þeim tímum sem eru á opnunartíma Train Station.

Train Station skuldbindur sig til að hafa eingöngu faglærða þjálfara í sal sem hafa lokið einka- og styrktarþjálfaraprófi sem og einnig hafa uppfyllt og lokið þjálfaraprófi Train Station.

Starfsmönnum Train Station ber skylda til að halda stöðinni snyrtilegri og hreinni fyrir meðlimi.

Þegar tímar eru í gangi er alltaf þjálfari inn í sal sem fylgir meðlimum eftir í æfingum og lagar hreyfingar hjá viðkomandi.

Skyldur meðlima Train Station 

Meðlimir Train Station sækja heilsurækt á eigin ábyrgð. Train Station ber enga ábyrgð á líkamstjóni meðlima nema það verði sannarlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar.

Train Station ber enga ábyrgð á fjármunum meðlima, læstir skápar eru í búningsherbergjum.

Fjöldatakmörk eru í hvern tíma og er mikilvægt er að bóka sig í tíma áður en mætt er. Bókun fer fram í gegnum bókunarkerfi Train Station.

Ekki er hægt að bóka sig inn í tíma 30 mínutum áður en tíminn byrjar, ekki er hægt að byrja æfinguna nema þú hafir skráð þig í tíma þar sem hámarksfjöldi er í þeim tímum sem í boði eru hverju sinni, aðeins er hægt að bóka sig í einn tíma á sólarhring en þó er hægt að bóka sig tvær vikur fram í tímann.

Meðlimir skuldbinda sig til að fylgja umgengisreglum Train Station, ganga snyrtilega um og ganga vel um búnað húsnæðisins.

Mikilvægt er að tæma skápa sem og skilja lykla eftir í þeim að æfingu lokinni.

Mikilvægt er að vera í hreinum íþróttafötum og hreinum skóm þegar þú ert á æfingu hjá Train Station, ekki er æskilegt að æfa berfætt(ur).

Meðlimum ber að ganga frá lóðum, stöngum og öðrum búnaði eftir notkun

Train Station býður ekki upp á barnapössun en foreldrum er leyfilegt að koma með börn með sér á æfingu. Börnin eru alfarið á ábyrgð foreldra sinna. Börn mega ekki hlaupa um salinn eða leika sér í lóðum og öðrum búnaði meðan á æfingu stendur.

Train Station býður upp á dótakassa, púða og annan varning sem börn geta notað meðan æfing stendur yfir hjá foreldrum.

Stórfellt eða ítrekað brot á skilmálum heimilar brottvísun úr húsnæði Train Station auk þess sem Train Station getur rift samningi við viðkomandi.

Uppsagnir fara fram í gegnu abler og skal verið búið að ljúka áskrift fyrir tuttugasta hvers mánaðar, eftir það tekur þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við.
Það er á ábyrð  áskriftarmeðlim að fylgjast með því hvort að uppsögnin hafi farið í gegn þegar áskrift er sagt upp. 

Trúnaður skal ríkja á milli starfsmanna Train Station og meðlima og munu starfsmenn ekki ræða málefni viðskiptavina utan vinnustöðvar né utan þess málefna sem varða stöðina beint eða óbeint.

Heimilisfang og varnarþing Train Station

Dugguvogur 4, 101 Reyjavík, Sími 519 – 5155

trainstation@trainstation.is

Train Station áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.