/

skilmalar vefverslunnar

Heilsa

Með samþykki á skilmálum þessum fullyrðir þú, samkvæmt bestu vitund, að þér sé óhætt að stunda líkamsrækt og að þér sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú æfir á eigin ábyrgð.

 

Farsímanotkun er ekki æskileg meðan á æfingu stendur og stranglega bönnuð í búningsherbergjum. Myndataka af öðrum án leyfis er litin alvarlegum augum.

 

Greiðslur

Allir samningar, hvort sem eru tímabundnir eða ótímabundnir, eru fyrir fram greiddar.

Tímabundin kort gilda frá dagsetning áskriftar og renna út að því loknu á sama degi og upphafsdagur samnings.

Ótímabundin áskrift segist upp með tveggja mánaðar fyrirvara sé sagt upp fyrir 20. hvers mánaðar og rennur þá út tveimur mánuð síðar þá dagsetningu sem skrifað hafði verið undir samning í upphafi.

Dæmi: Þú segir upp ótímabundinni áskrift, sem þú hafðir keypt 17 janúar 2018, þann 20 mars 2019. Þá myndi seinasti greiðsludagur áskriftar vera 1 maí en þú hefðir aðgang að Train Station til 17 júní.

Meðlimir geta valið um þrjár greiðsluleiðir, greitt á staðnum, beingreiðslur þar sem skuldfært er sjálfkrafa af debetkorti eða boðgreiðslur þar sem skuldfært er sjálfkrafa af kreditkorti. Í báðum tilfellum er skuldfært mánaðarlega þar til áskriftinni er sagt upp.

Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki um mánaðarmót, lokast á aðganginn að stöðinni, áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp.  Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi tekst.

Train Station áskilur sér rétt til verðbreytinga – Allar breytingar á verðskrá sem fela í sér umtalsverðar hækkanir umfram verðlagsþróun mun Train Station tilkynna virkum meðlimum með minnst eins mánaðar fyrirvara inn á ‘Mínar síður’.  Það er á ábyrgð meðlima að fylgjast með tilkynningum inn á ‘Mínar síður’ til að fá mikilvægar tilkynningar.

 

Uppsagnir skulu berast skriflega á netfangið trainstation@trainstation.is

 

 

 

Skilmálar Train Station

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála. Vitneskja um skilmálana fyrirbyggir misskilning og stuðlar að góðum samskiptum í framtíðinni.

Samningur þessi veitir meðlim að Train Station aðgang að öllum opnum tímum sem í boði eru gegn gjaldi.

 

Skyldur Train Station

Train Station  skuldbindur sig til að hafa þann opnunar tíma og þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma og veita meðlimi aðgang að þjálfun sem Train Station býður uppá, svo lengi sem pláss leyfir. Kortið veitir ekki aðgang að tækniþjálfun og lokuðum námskeiðum. Train Station skuldbindur sig til að hafa eingöngu faglærða einka- og styrktarþjálfara sem einnig hafa uppfyllt og lokið þjálfara prófi Train Station.

 

Skyldur meðlima Train Station

Meðlimir Train Station sækir heilsurækt á eigin ábyrgð. Train Station ber enga ábyrgð á líkamstjóni meðlima nema það verði sannarlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar. Train Station ber enga ábyrgð á fjármunum meðlima, hægt er að geyma verðmæti í hólfum í afgreiðslunni. Meðlimir skuldbinda sig til að fylgja umgengisreglur Train Station, ganga snyrtilega um og ganga vel um búnað húsnæðisins.

Stórfellt eða ítrekað brot á skilmálum heimilar brotvísun úr húsnæði Train Station auk þess sem Train Station getur rift samning við hann.

 

Uppsagnir skulu berast skriflega á netfangið trainstation@trainstation.is

Heimilsfang og varnarþing Trainstation er í Reykjavík

Trúnaður á milli starfsmanna Trainstation og meðlima skal ríkja og munu starfsmenn ekki ræða málefni viðskiptavina utan vinnustöðvar né utan þess málefna sem varða stöðina beint eða óbeint.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]