/

Ekki gera bara eitthvað, fáðu fagmenn í verkið

Train Station er þjálfunarstöð þar sem mikið er lagt upp úr faglegri nálgun sem og sérhæfðri einstaklingsmiðun.

Fagleg einstaklingsmiðuð þjálfun

Eftir að hafa starfað við einkaþjálfun til fjölda ára höfum við hannað snilldar kerfi sem virkar jafnvel betur en einkaþjálfun. Þú færð einstaklingsmiðaða þjálfun, aðhaldið, kennsluna, getur mætt hvenær sem er á opnunartíma, ásamt því að æfa í skemmtilegum félagsskap, þar sem við vitum að félagslegi þátturinn skiptir ótrúlega miklu máli.

 

Train Station er þjálfunarstöð þar sem mikið er lagt upp úr faglegri nálgun sem og sérhæfðri einstaklingsmiðun.

Við bjóðum öllum nýjum meðlimum upp á sérstaka eftirfylgni fyrstu mánuðina.

 Kerfið okkar

Kerfið okkar byggir upp á þjálfun fyrir styrk-, liðleika- og hreyfanleika og hentar öllum þar sem við sníðum hverja æfingu fyrir hvern og einn miðað við styrk- og veikleika.

Við bjóðum upp á einstaklingsmiðaða hópþjálfun í litlum hópum þar sem við vinnum sérhæft með hvern og einn. Í upphafi, ásamt mánaðarlega, bjóðum við upp á viðtöl. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.

Við leggjum mikla áherslu á að æfingar séu gerðar rétt og kennum því hverjum og einum rétta grunnlyftingatækni sem og líkamsbeitingu.

Viðtalið

Við skráningu stendur öllum til boða að koma í viðtal. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.

Meðlimum Train Station stendur til boða mánaðarlegt viðtal.

ALUNG

Alung er styrktar-, hreyfanleika- og liðleikaþjálfun fyrir 60 ára og eldri.

Í Alung er lagt mikið upp úr einstaklingsmiðun þjálfunar fyrir hvern og einn.

Þjálfunin fer fram í hóp en þar sem þjálfari stílfærir æfingar dagsins fyrir hvern þá getur hver og einn æft algjörlega á sínum hraða og á álagi við hæfi.

Alung tímarnir taka 30-60 mín eftir líkamsástandi og getu og eru í boði 4 daga vikunnar á milli 9 og 11.