/

Ekki gera bara eitthvað, fáðu fagmenn í verkið

Train Station er þjálfunarstöð þar sem mikið er lagt upp úr faglegri nálgun sem og sérhæfðri einstaklingsmiðun.

Train station

Train Station er fagleg sérhæfð einstaklingsmiðuð
þjálfunarstöð staðsett í Dugguvogi 4 í Reykjavík.

Þjálfunarkerfið okkar TRAIN byggir upp á þjálfun fyrir
styrk-, liðleika- og hreyfanleika og hentar öllum þar sem við sníðum hverja
æfingu fyrir hvern og einn miðað við styrk- og veikleika.

 

Viðtalið

Við skráningu stendur öllum til boða að koma í viðtal. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.

Korthöfum Train Station stendur til boða mánaðarlegt viðtal.

TRAIN

Train er sérhæft þjálfunarkerfi sem miðar í grunninn að auknum styrk, liðleika og hreyfanleika.

Train er kerfi sem allir geta nýtt sér þar sem hver æfing er sniðin að styrk- og veikleika hvers og eins.

Train er þjálfað í formi hópþjálfunar þar sem aldrei eru fleiri skjólstæðingar en 10 á hverjum þjálfara.

Nýir meðlimir fá sérstaka eftirfylgni fyrstu vikurnar.

Train er markvisst og hentar vel einstaklingum sem hafa verki einhvern staðar í líkamanum.

Train er byggt á vísindalegum grunni og æfingar skipulagðar með ákveðið markmið í huga. Mikil áhersla er lögð á rétta tækni.

TRAIN SHORT

TRAIN SHORT er þjálfunarkerfi sem byggt er ofan á grunn þjálfunarkerfið okkar Train en er í rauninni styttir útgáfan þar sem við gerum okkur grein fyrir því að sumir hafa bara ekki meiri tíma.

TRAIN SHORT er alvöru 45 mín þrek og styrktarþjálfun

Hér getur þú sér allt um Train þjálfunarkerfið okkar TRAIN

TRAIN SHORT

TRAIN EXTREME

Train EXTREME er þjálfunarkerfi sem byggt er ofan á grunn þjálfunarkerfið okkar Train.

Í Train EXTREME er unnið undir meira álagi þjálfunarlega séð og meiri áhersla lögð á flóknari hreyfiferla sem og þolþjálfun.

Sjá nánar Train þjálfunarkerfið okkar hér TRAIN

TRAIN STRONG

TRAIN STRONG er þjálfunarkerfi sem byggist upp á styrktarþjálfun, hreyfanleika sem og liðleikaþjálfun. Unnið er í grunninn með kraftlyftingaþjálfun, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Í grunninn leggjum við mikla áherslu á rétta hreyfiferla sem og að losa upp svæði sem gætu hugsanlega hindrað framfarir.

TRAIN STRONG er þjálfunarkerfi sérsniðið að þeim sem vilja leggja meiri áherslu á styrktaraukningu

TRT NUDDÞJÁLFUN

TRT

TRT (e. Tissue release technique) er byggt á gagnreyndum aðferðum, triggerpunktanudd, teygjur og núvitund.

Það er sett upp sem sjálfsmeðhöndlunar meðferðaraform með þeim tligangi að sem flestir geti nýtt sér æfingarnar og unnið eftir eigin þörfum.

Langvinnir verkir geta verið hamlandi á líf fólks bæði líkamlega og andlega, tilgangurinn með hönnun TRT námskeiðisins var að gefa fólki færi á því að vera virkir þátttakendur í eigin bataferli sem er mikilvægur liður í verkjastjórnun.

TRT tímarnir eru kenndir tvisvar í viku

ALUNG

Alung er styrktar-, hreyfanleika- og liðleikaþjálfun fyrir 60 ára og eldri.

Í Alung er lagt mikið upp úr einstaklingsmiðun þjálfunar fyrir hvern og einn.

Þjálfunin fer fram í hóp en þar sem þjálfari stílfærir æfingar dagsins fyrir hvern þá getur hver og einn æft algjörlega á sínum hraða og á álagi við hæfi.

Alung tímarnir taka 30-60 mín eftir líkamsástandi og getu og eru í boði 4 daga vikunnar á milli 9 og 11.

TRAIN MOM

Train MOM er sérstakt þjálfunarkerfi fyrir nýbakaðar mæður.

Kerfið miðar að styrktar, úthalds, liðleika og hreyfanleika þjálfun ásamt því að bætt hefur verið inn í kerfið TRT nuddþjálfun sem og núvitund.

Lögð er mikli áhersla á styrkingu grunnkerfisins eftir meðgöngu ásamt styrktar-, hreyfanleika- og liðleikaþjálfun.

Þjálfunin fer fram í lyftingasal eða úti og er ávallt undir stjórn þjálfara með menntun og reynslu af þjálfun eftir fæðingu.

Þjálfun fer fram í hóp þó svo æfingarnar séu sérsniðnar að hverri og einni útfrá líkamsástandi, styrkt og veikleika.

Auðvitað eru ungarnir velkomnir með.
Hægt er að byrja hvenær sem er mánaðarins.

Viltu betri upplýsingar? sendu okkur þá póst trainstation@trainstation.is