fbpx
Shop
Product Details

Jóga

á mán á mán

Lýsing

Þegar við hugsum um jóga sjáum við mörg fyrir okkur ofur liðugar mjónur teygja sig og sveigja í algjörri núvitund. Fæst okkar ná að færa okkur sjálf inn í þetta.

Þegar nánar er skoðaða kemur svo kannski bara allt annað í ljós, jú með aldrinum eigum við til að stirðna, stressast upp og vaxa út á óækilegum stöðum.

En kannski er jóga bara ákkurat það sem þig vantar inn í líf þitt.

Jóga eru aldargömul fræði sem hannað er með það að markmiði að ná fram jákvæðari og skýrari lífsýn.

Jóga er frábær líkamsrækt.

Jóga liðkar ekki bara upp stirða liði, jóga er snilldar styrktarþjálfun fyrir allann líkamann og jafnvægisþjálfun.

Jóga kemur þér í samband við líkaman þinn.

Jóga æfingar eru hannaðar til þess að styrkja og endurnæra líkamann og þar af leiðandi kemst þú í betra samband við líkama þinn.

Jóga getur bætt öndunartækni þína.

Stór hluti af jógaþjálfun er öndunaræfingar. Öndunar tæknin hjálpar okkur ekki bara að ná að einbeita okkur betur að æfingunum heldur geta þær kennt okkur að ná betri stjórn á öndun okkar og eru þar af leiðandi snilldar tæki til að ná stjórn á streitunni.

Jóga getur bætt svefninn.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að gera nokkrar léttar jógaæfingar áður en við hendum okkur í koju sé bara alls ekki svo vitlaust þar sem það gæti hjálpað okkur að sofna fyrr sem leiðis svo yfirleitt til þess að við sofum mun betur.

Jóga bætir líkamsstöðuna.

Jóga er snilldar tæki til að ná að rétta úr þér, ekki bara þar sem á meðan á þjálfun stendur er lagt mikið upp úr því að þú sitjir rétt, standir rétt og sért með bakið beint, heldur líka þegar út í lífið er komið þá býrð þú að því sem þú lærir, vöðvarnir verða sterkari, teygðari og mýkri.

Jóga bætir einnig styrk þinn, hvort sem er andlega sem líkamlegan.

Kannski er bara kominn tími til að prófa jóga?

Jóga er hluti af heildar hugmyndarfræði þjálfunar Train Station.

Hjá Train Station greiðir þú einungis eitt verð fyrir alla þjónustu sem er í boði.