fbpx

Fréttaveita // Category

Category based archive
05 jan


Við erum ákaflega stolt af stöðinni okkar og erum ótrúlega þakklát fólkinu okkar.

Draumurinn var að opna þjálfunarstöð þar sem við gætum mætt hverjum og einum ákkurat þar sem þeir eru staddir þar sem við upplifðum að það væri viss eyða í markaðnum þar. 

Við erum öll einstök og jafn misjöfn og við erum mörg.

Takk fyrir okkur 

Sif og Guðjón

29 des

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að við höfum tekur upp þráðinn aftur með 10 vikur og hefst næsta áskorun 16 janúar og stendur til 27 mars.

Áskorunin var fyrst haldin 2015 en þá án þess að geta boðið upp á þjálfun með en núna getum við svo sannarlega gert það í snilldar aðstöðunni okkar í Train Station.

Einnig höfum við fengið tvo snillinga í lið með okkur, hana Ebbu Guðný og Tinnu Maríu.

Ekki láta þessa lífstílsbreytingu fram hjá þér fara.

10 vikur innihalda :

Þjálfun 

3 einstaklings viðtöl við heilsumarkþjálfa 

Mælingar á árangri 

Bókin okkar 

4 fyrirlestrar 

Gong hljóðferðalag 

Aðhaldið 

Endurmat á 10 daga fresti 

Fullt af snilldar tölvupóstum  

Ásamt því að þar sem þetta er áskorun og veitt eru vegleg verðlaun fyrir framúrskarandi árangur.

Nánari upplýsingar : 10 vikur

27 des

 

Train Station hefur hafið samstarf við Reykjavík Barbell þar sem Lucie Martinsdóttir tekur að sér að taka á móti ofurmömmum.

Lucie hefur um nokkurn tíma boðið upp á styrktarþjálfun fyrir mæður, hvort sem er nýbakaðar eða löngu bakaðar.

Við erum að tala um alvöru styrktarþjálfun, sem hefur bara vantað svolítið á markaðinn, ekkert dútl, bara alvöru æfingar en þó í litlum hóp með einstaklingsmiðun og tækni í fyrirrúmi.

Salurinn er lokaður öðrum iðkendum á meðan tímarnir fara fram til þess að mæðurnar geti notið sín með ungana sína sér við hlið.

Við hlökkum þess að taka á móti sprækum ofurmæðrum.

 

24 nóv

Magnesíum er lífsnauðsynlegur efnahvati í virkni ensíma, sérstaklega þeirra sem vinna að orkuframleiðslu. Það hjálpar líka til við upptöku kalks og kalíums. Skortur á magnesíum hefur áhrif á flutning tauga- og vöðvaboða og getur valdið depurð og jafnvel taugaveiklun.   

Sé magnesíum bætt við mataræði getur það unnið gegn þunglyndi, svima, slappleika í vöðvum, vöðvakippum og fyrirtíðarspennu. Auk þess sem það hjálpar til við að viðhalda eðlilegu sýrustigi líkamans og líkamshita.

Þetta mikilvæga steinefni verndar veggi slagæða gegn álagi þegar skyndilegar breytingar á blóðþrýstingi verða. Það skipar stórt hlutverk í myndun beina og í efnaskiptum kolvetnis og vítamína/steinefna.

Ásamt B6 vítamíni hjálpar magnesíum við að draga úr og leysa upp nýrnasteina og getur hjálpað til við að fyrirbyggja myndun þeirra. Rannsóknir sýna að magnesíum getur fyrirbyggt hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu og ákveðnar tegundir krabbameins. Það getur einnig dregið úr kólestróli, unnið gegn fæðingum fyrir tímann og samdráttarkrömpum hjá þunguðum konum.

Rannsóknir sýna að inntaka magnesíums meðan á þungun stendur dregur verulega úr fósturskaða við fæðingu.  Allt að 70% lægri tíðni andlegrar þroskaskerðingar hefur mælst hjá börnum mæðra sem tóku magnesíum meðan á þungun stóð ásamt 90% lægri tíðni á lömun vegna heilaskemmda við fæðingu.

Mögulegar birtingarmyndir á magnesíumskorti eru ruglingur, svefnleysi, depurð, slök melting, hraður hjartsláttur, flog og æðisköst. Oft veldur magnesíumskortur svipuðum einkennum og sykursýki.

Magnesíumskortur fyrirfinnst gjarnan við upphaf margra hjarta- og æðavandamála. Hann getur verið meginorsök banvæns hjartakasts, mikillar taugaspennu og skyndilegrar hjartastöðvunar, auk astma, síþreytu, krónísks sársauka, þunglyndis, svefnleysis, ristiltruflana og lungnasjúkdóma. Rannsóknir hafa einnig sýnt að magnesíumskortur getur ýtt undir myndun nýrnasteina.   

Mæling á magnesíummagni hjá einstaklingi ætti að vera grunnrannsókn þar sem magnesíumskortur eykur áhrif nánast allra sjúkdóma.

Magnesíum fyrirfinnst í flestum matvælum, fiski, kjöti, sjávarfangi sem og mjólkurvörum. Önnur magnesíumrík matvæli eru epli, apríkósur, avókadó, bananar, ölger, hýðishrísgrjón, cantaloupe melónur, söl, fíkjur, hvítlaukur, greip, grænar salattegundir, þari, sítrónur, hirsi, hnetur, ferskjur, augnbaunir, lax, sesamfræ, sojabaunir, tofú, vætukarsi og heilkorn.

Þær jurtir sem innihalda magnesíum eru meðal annars alfa alfa spírur, kattarmynta, cayenne pipar, kamilla, haugarfi, fíflar, augnfró, fennelfræ, fenugreek, humall, piparrót, sítrónugras, lakkrís, netlur, hafrastrá, paprika, steinselja, piparmynta, hindberjalauf, rauðsmári, rófustilkar, kakó, rabarbari, spínat og te.

Neysla áfengis, notkun þvagræsilyfja, niðurgangur og streita eykur þörf líkamans fyrir magnesíum.

Magnesium
28 sep

gildi góðrar þjálfunar

Við rákumst á skemmtilega rannsókn um daginn sem sýnir svo sannarlega fram á ágæti þess að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara.

Rannsóknin var framkvæmd var við Bell State University í Indiana. Tveir hópar af 10 karlmönnum voru settir saman. Þeir fengu báðir sama verkefnið, styrktarþjálfun í 12 vikur. Hóparnir voru svipaðir við upphaf rannsóknar og þeir fengu sömu þjálfunaráætlun, sömu æfingarnar, sama fjölda endurtekninga og jafn mikla hvíld milli seta. Við lok rannsóknarinnar hafði annar hópurinn bætt styrk umfram hinn hópinn um 32% í efri líkama og 47% í neðri líkama. Engar töfrapillur voru ávísaðar, eini munurinn var að annar hópurinn hafði þjálfara með sér á æfingu.

Munurinn liggur í því að hafa þjálfara. Eftir 6 vikur af áætluninni var hópurinn sem hafði þjálfar farinn að lyfta mun þyngri þyngdum. Í grunninn fengu hóparnir sömu hvatningu en svo virðist sem hlutverk þjálfarans á æfingunni hafi fengið menn til þess að stíga frekar næsta skref.

Hlutverk þjálfarans er einmitt að halda okkur við efnið, fá okkur til þess að gera aðeins meira í hvert sinn, hjálpa okkur að meta það með okkur þegar við höldum að við getum þetta bara ekki og meta það síðan með okkur hvað, hvernig og hvenær við gerum æfingarnar.

Ótal rannsóknir sýna fram á að þeir sem stundi almenna líkamsrækt og lyftingar lyfti almennt um 50% hámarksþyngdar miðað við eina endurtekningu, sem er of létt til þess að ná almennt að virkja vöðvann nógu mikið til þess að geta aukið styrk og ummál vöðvanna, og þarf leiðandi fara á mis við aukna getu líkamans til þess að brenna fitu.

Rannsókn frá 2008 sem birtist í Journal of Strength and Conditioning Research sýndi fram á að konur sem æfa einar lyfti aðeins 42% af hámarksþyngd miðað við eina endurtekningu í 10 endurtekninga setti.

Margir þjálfarar falla þó oft í þessa grifju líka þar sem þessi rannsókn sýndi líka fram á að konur voru einungis að vinna með 51% hámarksþyngd miðað við eina endurtekningu í 10 endurtekninga setti en voru þó hjá þjálfara. Þar kemur þó inn í spurningin hvort þjálfarinn hafi ekki ýtt nógu mikið eða þá að skjólstæðingarnir hafi vanmetið getu sína.