fbpx

mars 2022 // Archive

Date based archive
02 mar

Axlirnar

Verkir í öxlum eru mjög algengir og axlirnar eru sá líkamshluti sem við upplifum streituna hvað mest í. Söfnum þar vöðvabólgu og förum öll í lás. Hvort vöðvabólgan sé svo vegna streitunnar eða rangrar líkamsstöðu er svo annað mál.

Líffærafræðileg uppbygging axlarinnar bíður upp á mikinn hreyfanleika í grunninn. Að hluta til er handleggurinn hengdur upp í axlargrindina með axlarliðnum, sem er hreyfanlegasti liður líkamans, og þar að auki bætist hreyfanleiki axlagrindarinnar við.

Öxlin er svokallaður kúluliður þar sem kúlan er efri endi upphandleggs og liðskálin, sem kúlan fellur inn í, er hluti af herðablaðinu.

Sökum þess hve liðskálin er grunn miðað við lögun kúlunnar má segja að öxlin fórni stöðugleika sínum fyrir hreyfanleika.

Öxlin reiðir sig því mikið á vöðvahóp sem umlykur hana  og heldur kúlunni í liðskálinni. Nefnist vöðvahópur þessi einu nafni rotator cuff.

Vöðvar liggja yfirleitt ofan á beinum en í öxlinni liggja rotator cuff vöðvarnir hins vegar milli beina þ.e. efri enda upphandleggs og hluta herðablaðsins sem nefnist axlarhyrna (acromion).

Þjálfarar okkar eru allir sammála um það að líklega gætum við unnið gott starf í forvörnum gegn axlameiðslum með því að týna eins og 30 epli daglega.