Kannanir sína að 40% okkar setja sér nýárs markmið.
Þegar skoðað er út á hvað þau ganga kemur í ljós að flest snúa þau að betri heilsu. Næstum því helmingur af svarendum sögðust vilja æfa meira árið 2022 og það að borða hollar og missa auka kíló voru einnig í topp svörum fjörurra af hverjum tíu.
Einnig sögðust tveir af hverjum tíu vilja verja skemmri tíma á samfélagsmiðlum.
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að við höfum tekur upp þráðinn aftur með 10 vikur og hefst næsta áskorun 16 janúar og stendur til 27 mars.
Áskorunin var fyrst haldin 2015 en þá án þess að geta boðið upp á þjálfun með en núna getum við svo sannarlega gert það í snilldar aðstöðunni okkar í Train Station.
Einnig höfum við fengið tvo snillinga í lið með okkur, hana Ebbu Guðný og Tinnu Maríu.
Ekki láta þessa lífstílsbreytingu fram hjá þér fara.
10 vikur innihalda :
Þjálfun
3 einstaklings viðtöl við heilsumarkþjálfa
Mælingar á árangri
Bókin okkar
4 fyrirlestrar
Gong hljóðferðalag
Aðhaldið
Endurmat á 10 daga fresti
Fullt af snilldar tölvupóstum
Ásamt því að þar sem þetta er áskorun og veitt eru vegleg verðlaun fyrir framúrskarandi árangur.
Train Station hefur hafið samstarf við Reykjavík Barbell þar sem Lucie Martinsdóttir tekur að sér að taka á móti ofurmömmum.
Lucie hefur um nokkurn tíma boðið upp á styrktarþjálfun fyrir mæður, hvort sem er nýbakaðar eða löngu bakaðar.
Við erum að tala um alvöru styrktarþjálfun, sem hefur bara vantað svolítið á markaðinn, ekkert dútl, bara alvöru æfingar en þó í litlum hóp með einstaklingsmiðun og tækni í fyrirrúmi.
Salurinn er lokaður öðrum iðkendum á meðan tímarnir fara fram til þess að mæðurnar geti notið sín með ungana sína sér við hlið.
Við hlökkum þess að taka á móti sprækum ofurmæðrum.
Streitu má skilgreina sem hvers kyns breytingar sem valda líkamlegu, tilfinningalegu eða sálrænu álagi. Streita er viðbrögð líkamans við öllu sem krefst athygli eða aðgerða.
Allir upplifa streitu að einhverju leyti. Það hvernig þú bregst við streitu skiptir hins vegar miklu máli fyrir almenna líðan.
Breytingar, endalausar áskoranir sem og tímabil í lífinu í heild eru allt þættir sem við finnum fyrir á lífsleiðinni og vilja koma ólagi á líf okkar, raska einbeitningu, ræna orku, gera okkur óstyrk sem og setja á okkur pressu.
Upp koma ýmsar hugsanir, áhyggjur og álag sem er eðlilegt er að líkaminn bregðist við. Hjartsláttur eykst, blóðþrýstingur hækkar og við spennumst ósjálfrátt upp í hnakka og öxlum.
Oft á tíðum tökum við ekki eftir smávægilegum einkennum þar sem við höfum tilhneigingu til að stilla á sjálfstýringu og gefa einkennunum ekki gaum, jafnvel þau sem við ættum svo sannarlega að hlusta á. Oft tökum við ekki eftir þeim fyrr en þau eru farin að trufla okkur verulega.
Við getum átt erfitt með andadrátt
Hjartsláttur eykst
Við upplifum áhyggjur og jafnvel ótta
Neikvæðar hugsanir fara að koma upp
Við verðum þreyttari og úthaldsminni
Við verðum eirðarlaus og óróleg
Við getum farið að upplifa erfiðleika með svefn
Höfuðverkir geta farið að láta kræla á sér
Svo eitthvað sé nefnt
Til þess að bregðast á gagnlegan hátt við streitu er nauðsynlegt að gera breytingar á lífi okkar eða því hvernig við högum okkur í námi, starfi og samskiptum svo eitthvað sé nefnt.
Hvað getum við gert til að komast hjá mikilli streitu?
Ef streitan snýr að vinnunni, þá er mjög mikilvægt að skilgreina vel vinnutíma og frítíma og virða hann.
Þegar við setjum okkur markmið er það útaf því að við viljum breytingu, eitthvað meira, en það getur verið pínu flókið að setja sér markmið og standa við þau.
Rannsóknir sína að einungis 8% standa við markmiðin sem þau setja sér um áramót…
Ef þú ert einn af þeim sem hefur ekki náð að komast að marklínu með markmiðin þín þá er vert að skoða grunninn.
Finndu þína ástæðu til þess að breyta hegðun.
Það er miklu líklegra að þú standir við markmiðið ef þú hefur þína ástæðu og gerir þér grein fyrir ávinningnum.
Ég ætla að byrja að æfa!
Ef þú ert td ekki vanur/vön því að stunda reglulega hreyfingu þá er kannski ekki nóg að þú hugsir bara „æji mér líður svo vel eftir æfinguna“. Finndu í staðinn gildi þitt fyrir því að æfa, eins og td. Það að hreyfa mig fær mig til að líða betur, ég fæ betra sjálfstraust, ég sef betur, með betri heilsu á mér eftir að líða betur í líkamanum og ég á eftir að njóta lífsins betur.
settu þér sértæk markmið
Þó svo að planið sé að sinna þessu sé góð byrjun en þú ert þó líklegri til að ná árangri ef markmiðin eru sértæk og framkvæmanleg.
Ákveddu strax hvernig þú ætlar að gera þetta og gerðu þér grein fyrir því hverju þú þarft að breyta.
taktu lítil en mikilvæg skref
Þegar breyta á hegðun þá er góð regla að taka lítil skref, oft erfitt en til lengdar er það svo miklu auðveldara og mun varanlegra.
Ef þú ætlar td að drekka meira vatn þá er markmiðið líklega toppurinn sem er um 2 lítrar á dag en það getur verið full mikið til að byrja með ef þú drekkur varla vatn.
Það er mun raunhæfara að ákveða að drekka td 4 vatnsglös á dag til að byrja með og auka það svo hægt og rólega. Áður en þú veist af ertu komin/n í 8 glös.
Skiptu út ósækilegri hegðun fyrir æskilega hegðun.
Ef þú ákveður að hætta einhverju, eins og td. minnka símanotkun, sjónvarpsgláp og minnka snarl td er mjög líklegt að þegar þú minnkar það eða hættir því að þú upplifir skort. Löngunin til að fara í sama farið getur oft verið sterk.
Góð leið til að takasta á við skortinn er að vera undirbúin/n. Einbeittu þér að því sem þú ætlar að gera og gerðu þér grein fyrir því hvernig þú ætlar að gera þetta.
Ég ætla göngutúra á kvöldin til að koma í veg fyrir að ég tapi mér yfir sjónvarpinu.
Ég þarf að passa mig að borða reglulega yfir daginn til að vera ekki í þessu snarli á kvöldin.
Semsagt, finndu staðgengil fyrir hegðuninni sem þú vilt skipta út.
Gerðu þér grein fyrir mótvindinum og vertu undirbúin/n.
Hegðunarbreytingar geta verið erfiðar og skapað neikvæðar hugsanir og tilfinningar.
Þetta er of erfitt
Ég mun aldrei ná þessu
Það á eftir að koma mótvindur og þú átt eftir að rekast á hindranir en þar reynir á styrk okkar og skipulagningu. Hugsaðu þetta og gerðu þér grein fyrir því hvernig þú ætlar að bregðast við. Ekki falla í gagnrýna hugsun, einbeittu þér að markmiðinu og vertu góð/ur við þig.