fbpx
Shop
Product Details

Ótímabundin áskrift

18.900kr. á mán

Train er sérhannað æfingakerfi byggt upp á styrktar og úthaldsþjálfun með sérhæfingu hvers og eins í grunninn.
Þjálfunin fer fram í litlum hópum sem skráð er inn í og gerir það þjálfurum okkar fært að stílfæra allar æfingar dagsins út frá veik- og styrkleikum hvers og eins.
Æfingakerfið miðar að því að vinna að alhliða styrk, þoli og liðleika.

Lýsing

Train Station er fagleg sérhæfð þjálfunarstöð

Innifalið í áskriftargjaldi er einstaklingsmiðuð þjálfun, mánaðarlegt viðtal þar sem farið er yfir heilsufar, næringu sem og markmið með þjálfuninni.

Áskriftargjald nær yfir alla þjónustu er kemur að þjálfun sem Train Station hefur í boði hverju sinni. Fyrir utan þjálfun í sal er einnig í boði TRT nuddtímar, jóga og pilates tímar, (sjá tímatöflu).

Öll þjálfun hjá Train Station miðar að því að sérsníða kerfið að hverjum og einum, kennd rétt líkamsbeiting, rétt lyftingatækni og útskýrt hlutverk hverrar æfingar.

Við fylgjum nýjum skjólstæðinum algjörlega eftir á meðan verið er að kenna og rétta af hreyfingar.

Á opnunartíma eru alltaf þjálfarar í salnum sem stýra æfingunni.

Viðtalið

Við skráningu stendur öllum til boða að koma í viðtal. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.

Meðlimum Train Staion stendur til boða mánaðarlegt viðtal.

*Ótímabundinni áskrift skal segja upp með þriggja mánaða fyrirvara, fyrir 20. hvers mánaðar og rennur hún þá út tveimur mánuðum síðar eða á þeim degi sem skrifleg beiðni hefur verið send.