gildi góðrar líkamsstöðu
Góða líkamsstaða er gulls ígildi
Góð líkamsstaða er nefnilega ekki bara það að standa beinn í baki. Megin inntak góðrar líkamsstöðu er að halda góðri afstöðu milli mismunandi líkamsparta og um leið að halda þyngdarpunkti líkamans sem næst miðri undirstöðu flatarins.
Góð líkamsstaða skapar grunninn fyrir skilvirkni tauga- og vöðvakerfis (neuromuscular efficiency).
Þetta á sérstaklega við um taugavöðvakerfið vegna þess að góð líkamsstaða tryggir að vöðvar séu í réttri stöðu og lengd til að mynda kraft og kraftvægi með öðrum vöðvum.
Góð samverkun vöðva tryggir ekki einungis vernd gegn óþarfa álagi á liðina heldur bætir frammistöðu þannig að styrkur, stjórn og kraftur verður meiri í öllum gerðum samdráttar og í öllum hreyfiplönum dýnamískrar hreyfingar.
Góð samverkun vöðva tryggir ekki einungis vernd gegn óþarfa álagi á liðina heldur bætir frammistöðu þannig að styrkur, stjórn og kraftur verður meiri í öllum gerðum samdráttar og í öllum hreyfiplönum dýnamískrar hreyfingar.
Líkamsstaða endurspeglar gæði hreyfingar í daglegu lífi og sést því oft með einfaldri greiningu á ójafnvægi í hreyfikerfi og líkamsstöðu og með henni getum við séð út hvaða vöðvar eru veikir og hvaða vöðvar eru stuttir eða of spenntir.
Við notum greiningarpróf markvisst til að leita að ójafnvægi og veikleikum í hreyfikerfinu sem geta dregið úr frammistöðu og minnkað hættu á meiðslum.