fbpx

Ætti ég að kaupa lífrænt eða ekki ?

24/11/2022
Ætti ég að kaupa lífrænt eða ekki ?

Afhverju lífrænt ?

Það að kaupa lífræna vöru er oft ákvöruðun útaf fyrir sig. Við mælum eindregið með að þú hugir að uppruna fæðunnar sem þú neytir. Munurinn á lífrænum vörur og ólífrænum getur oft verið mjög mikill og ber þá að skoða framleiðsluferlið.

Lífrænt ræktað grænmeti er að jafnaði dýrara en annað grænmeti vegna þess að við ræktunina eru ekki notuð eiturefni og ræktunin krefst því meiri vinnu, til dæmis við að reita arfa. Vaxtarhraðinn er síðan ef til vill minni, sem leiðir til þess að framleiðslan er minni á tímaeiningu sem orsakar hærra verð.

• Lífræn matvæli eru hollari og innihalda meira af andoxunarefnum, næringarefnum, vítamínum og steinefnum en ólífræn matvæli.

• Lífræn matvæli innihalda engin eiturefni. Góðar og óskaddaðar frumur líkamans eru grundvöllur góðrar heilsu. Sé eiturefna neytt getur það leitt til þess að starfsemi frumnanna skaðast.

• Lífræn matvæli eru ekki erfðabreytt. Þegar genabreyttra matvæla er neytt fær líkaminn nýtt DNA sem hann hefur aldrei komist í kynni við í gegnum þróun mannsins. Á Íslandi eru framleiðendur ekki skyldugir til að taka fram hvort um sé að ræða genabreytt matvæli svo besta leiðin til að forðast þau er að kaupa lífrænt

• Engin geislun er í lífrænum matvælum. Tilgangur geislunar er að drepa lifandi smitefni en hið kaldhæðnislega er að geislunin drepur ekki öll smitefnin og drepur einnig bestu gæðaeiginleika matvælanna. Geislunin breytir einnig efnafræðilegri uppbyggingu sameindanna og getur breytt þeim í krabbameinsvaldandi efnasambönd.

• Lífræn matvæli eru vottuð og þurfa að uppfylla ströng skilyrði til að öðlast og viðhalda þeirri vottun.

• Lífrænn búskapur megnar hvorki andrúmsloftið, vatnið né landið með eiturefnaáburði og varnarefnum.

• Í lífrænni ræktun eru hvorki notaðar aðferðir né efni sem eru náttúrunni framandi. 

• Lífrænn búskapur hjálpar til við að draga úr hlýnun jarðar en með lífrænum búskapi er notaður dýraáburður og smárar og belgjurtir notaðar til að auðga jarðveginn. Með þessari aðferð leysist koltvísýringur (CO2) hægar út í andrúmsloftið.