Réttstöðulyfta
Réttstöðulyfta er ein af grunn æfingunum í flestum góðum þjálfunaráætlunum ásamt því að vera ein af þremur greinum sem keppt er í í kraftlyftingum.
En afhverju ættir þú að vera að gera réttstöðulyftu ef þú ert ekkert að spá í að fara að keppa í kraftlyftingum?
Mikill fjöldi rannsókna sýna að réttstöðulyfta er snilldar æfing fyrir alla, hvort sem er almenning sem keppnisíþróttafólk.
Réttstöðulyfta felur í sér að lyfta þyngd upp af gólfi með því að beygja sig niður í gegnum mjaðmirnar og lyfta þyngdinni upp þar til réttir úr mjöðm. Æfingin felur í sér að þú beygir þig niður yfir þyngd, með stöðugan, spenntan hrygg og keyrir þyngdina upp í gegnum fæturnar. Í hreyfingunni notar þú aðallega rassvöðva, aftanverð lærisvöðva, framanverð lærisvöðva ásamt bakvöðvum.
Réttstöðulyftan er því mjög góð æfing til að auka styrk vegna mikillar virkjunar á stæðstu vöðvum neðri hluta líkamans.
Réttstöðulyftan þjálfar þig einnig í að nýta líkamann rétt þegar kemur að því að lyfta hlutum upp að gólfi á öruggan hátt sem er einmitt lykilfærni þegar kemur að daglegri starfsemi líkamans.
Réttstöðulyfta virkjar mjaðmaréttuvöðva
Réttstöðulyftan er meðal bestu æfinganna til að þjálfa mjaðmaréttur þar sem hún nær eina best til rassvöðvans og aftanverðs læris sem gerir hana mjög ekki bara hagnýta heldur líka frábæra æfingu þegar kemur að fagurfræðilegum sjónarmiðum líkamsræktar.
Rannsóknir sýna einnig fram á að réttstöðulyfta sé betri en hnébeygja þegar kemur að því að þjálfa vöðva neðri líkamans. Sem gerir þó hnébeygjuna ekki að verri æfingu þar sem hún tekur á öðrum vöðvum líkamans.
Réttstöðulyfta hjálpar til við verki í mjóbaki
Verkir í mjóbaki eru ótrúlega algengir meðal almennings.
Mjóbaksverkir geta átt sér margar tegundir orsaka sem krefst mismunandi meðhöndlunar. Rannsóknir sýna þó að réttstöðulyfta getur verið snilldar æfing til þess að snúa við vandamálum í mjóbaki sem og vinna gegn verkjum.
Vert er einnig að taka fram að rétt tækni er lykilatriði hér.
Réttstöðulyfta eykur stökkkraft
Rannsóknir benda til þess að réttstöðulyfta sé meðal áhrifaríkustu styrktaræfinganna til að bæta hámarks stökkkraft.
Réttstöðulyfta bætir beinþéttni
Beinþynning er algengur þáttur þegar kemur að öldrun. Langvarandi tap á beinþéttni leiðir til beinþynningar sem eykur verulega hættuna á beinbrotum hjá fullorðnu fólki.
Lykillinn að aukinna beinþéttni er að framkvæma styrktarþjálfun.
Oft á tíðum vill beinþynningin koma mest frá og hefta mest út frá sér í neðri hluta líkamans, nánar tiltekið vöðvunum sem við nýtum einmitt í réttstöðulyftu.
Styrkir miðsvæðið
Réttstöðulyfta ásamt öðrum æfingum sem framkvæmdar eru með stöngum, lóðum eða ketilbjöllum eru snilldar leið til þess að styrkja vöðvana sem koma á stöðugleika kringum hrygg.
Eykur brennslu í líkamanum
Rannsóknir sýna að styrktaræfingar eins og réttstöðulyfta geti verið meðal skilvirkustu aðferðunum til að auka bruna hitaeininga í líkamanum.
Einnig hjálpar aukinn vöðvamassi þér að brenna meira í hvíld.
Lítil áhætta þegar kemur að misheppnuðu setti
Réttstöðulyfta gerir þér kleift að lyfta frekar þungu birði án þess að setja hana ofan á þig og ef þyngdin reynist of þung er auðvelt að sleppa henni án þess að komi til meiðsla.
Réttstöðulyfta krefst ekki flókins búnaðar.