fbpx

Styrktarþjálfun fyrir hlaupara

08/05/2019
Styrktarþjálfun fyrir hlaupara

Hlauptu fram hjá meiðslunum

Tveir staðir sem hlauparar virðast ekki alltaf ná að halda lúkkinu… við loka markið á maraþonhlaupi og svo stundum í líkamsræktinni… 

Fæstir hlauparar gera sér grein fyrir því af hverju þeir ættu að mæta í lyftingarsalinn og jafnvel hvað í ósköpunum þeir ættu að gera þar. 

Flestum hlauparar vilja bara nefnilega frekar vera bara úti að hlaupa. 

Engu að síður þá er styrktarþjálfun mjög mikilvæg fyrir hlaupara, ekki sem auka æfingar heldur bara hluti af prógramminu. 

Aðal atriði er þó að kunna að æfa, kunna gera æfingarnar og skilja af hverju þú ættir í ósköpunum að gera þær, fyrir utan það auðvitað að gera þær. 

HVAÐ GRÆÐIR HLAUPARI Á STYRKTARÞJÁLFUN? 

*verður sterkari 

*minnkar líkurnar á meiðslum 

*hleypur hraðar 

*getur öðlast betri og dýpri skilning á virkni líkamans og vöðvakerfinu

Algengustu mistök hlaupara í lyftingasalnum:  

Of margar endurtekningar 

Vandamálið við þetta er að þetta er engin ný örvun fyrir líkamann og ýtir því ekki undir þróun á líkamlegri færni. Þessi tegund æfinga ýtir undir þolþjálfun og þjálfa hlaupara þá hlið bara frekar upp með hlaupum. 

Of léttar þyngdir 

Þar sem markmið styrktarþjálfunar er að styrkja okkur þá þurfum við að lyfta þyngdum sem eru þungar. Ef þú getur lyft þyngdinni með góðu formi 3 sett af 12 endurtekningum þá er þetta bara of létt. 

Mjög margir hlauparar gera ráð fyrir því að þungar lyftingar hægi á þeim, þetta gæti ekki verið fjarlægara sannleikanum. Það eru svo ótal margar ástæður fyrir því að lyfta aðrar en að byggja upp stóra vöðva. 

Of lítil hvíld milli setta 

Oft á tíðum vilja hlauparar detta í það að keyra doldið á æfinguna, ná upp púlsinun og svitna doldið. Við það að hvíla of stutt á milli setta setur þú ekki einungis aukið álag á líkamann heldur kemur þú einnig í veg fyrir að þú getir nýtt næsta sett almennilega til styrktar uppbyggingar.

 Ekki lyfta til að fá betra úthald, lyftu til að verða sterkari.