fbpx

Gildi góðrar þjálfunar

28/09/2019
Gildi góðrar þjálfunar

gildi góðrar þjálfunar

Við rákumst á skemmtilega rannsókn um daginn sem sýnir svo sannarlega fram á ágæti þess að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara.

Rannsóknin var framkvæmd var við Bell State University í Indiana. Tveir hópar af 10 karlmönnum voru settir saman. Þeir fengu báðir sama verkefnið, styrktarþjálfun í 12 vikur. Hóparnir voru svipaðir við upphaf rannsóknar og þeir fengu sömu þjálfunaráætlun, sömu æfingarnar, sama fjölda endurtekninga og jafn mikla hvíld milli seta. Við lok rannsóknarinnar hafði annar hópurinn bætt styrk umfram hinn hópinn um 32% í efri líkama og 47% í neðri líkama. Engar töfrapillur voru ávísaðar, eini munurinn var að annar hópurinn hafði þjálfara með sér á æfingu.

Munurinn liggur í því að hafa þjálfara. Eftir 6 vikur af áætluninni var hópurinn sem hafði þjálfar farinn að lyfta mun þyngri þyngdum. Í grunninn fengu hóparnir sömu hvatningu en svo virðist sem hlutverk þjálfarans á æfingunni hafi fengið menn til þess að stíga frekar næsta skref.

Hlutverk þjálfarans er einmitt að halda okkur við efnið, fá okkur til þess að gera aðeins meira í hvert sinn, hjálpa okkur að meta það með okkur þegar við höldum að við getum þetta bara ekki og meta það síðan með okkur hvað, hvernig og hvenær við gerum æfingarnar.

Ótal rannsóknir sýna fram á að þeir sem stundi almenna líkamsrækt og lyftingar lyfti almennt um 50% hámarksþyngdar miðað við eina endurtekningu, sem er of létt til þess að ná almennt að virkja vöðvann nógu mikið til þess að geta aukið styrk og ummál vöðvanna, og þarf leiðandi fara á mis við aukna getu líkamans til þess að brenna fitu.

Rannsókn frá 2008 sem birtist í Journal of Strength and Conditioning Research sýndi fram á að konur sem æfa einar lyfti aðeins 42% af hámarksþyngd miðað við eina endurtekningu í 10 endurtekninga setti.

Margir þjálfarar falla þó oft í þessa grifju líka þar sem þessi rannsókn sýndi líka fram á að konur voru einungis að vinna með 51% hámarksþyngd miðað við eina endurtekningu í 10 endurtekninga setti en voru þó hjá þjálfara. Þar kemur þó inn í spurningin hvort þjálfarinn hafi ekki ýtt nógu mikið eða þá að skjólstæðingarnir hafi vanmetið getu sína.