Við skráningu stendur öllum til boða að koma í viðtal. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.
Korthöfum Train Station stendur til boða mánaðarlegt viðtal
Train er sérhæft þjálfunarkerfi sem miðar í grunninn að auknum styrk, liðleika og hreyfanleika.
Train er kerfi sem allir geta nýtt sér þar sem hver æfing er sniðin að styrk- og veikleika hvers og eins.
Train er þjálfað í formi hópþjálfunar þar sem aldrei eru fleiri skjólstæðingar en 10 á hverjum þjálfara.
Nýir meðlimir fá sérstaka eftirfylgni fyrstu vikurnar.
Train er markvisst og hentar vel einstaklingum sem hafa verki einhvern staðar í líkamanum.
Train er byggt á vísindalegum grunni og æfingar skipulagðar með ákveðið markmið í huga. Mikil áhersla er lögð á rétta tækni.
TRAIN SHORT er þjálfunarkerfi sem byggt er ofan á grunn þjálfunarkerfið okkar Train en er í rauninni styttir útgáfan þar sem við gerum okkur grein fyrir því að sumir hafa bara ekki meiri tíma.
TRAIN SHORT er alvöru 45 mín þrek og styrktarþjálfun
Hér getur þú sér allt um Train þjálfunarkerfið okkar TRAIN
Train EXTREME er þjálfunarkerfi sem byggt er ofan á grunn þjálfunarkerfið okkar Train.
Í Train EXTREME er unnið undir meira álagi þjálfunarlega séð og meiri áhersla lögð á flóknari hreyfiferla sem og þolþjálfun.
Sjá nánar Train þjálfunarkerfið okkar hér TRAIN
TRAIN STRONG er þjálfunarkerfi sem byggist upp á styrktarþjálfun, hreyfanleika sem og liðleikaþjálfun. Unnið er í grunninn með kraftlyftingaþjálfun, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.
Í grunninn leggjum við mikla áherslu á rétta hreyfiferla sem og að losa upp svæði sem gætu hugsanlega hindrað framfarir.
TRAIN STRONG er þjálfunarkerfi sérsniðið að þeim sem vilja leggja meiri áherslu á styrktaraukningu.
Alung er styrktar-, hreyfanleika- og liðleikaþjálfun fyrir 60 ára og eldri.
Í Alung er lagt mikið upp úr einstaklingsmiðun þjálfunar fyrir hvern og einn.
Þjálfunin fer fram í hóp en þar sem þjálfari stílfærir æfingar dagsins fyrir hvern þá getur hver og einn æft algjörlega á sínum hraða og á álagi við hæfi.
Alung tímarnir taka 30-60 mín eftir líkamsástandi og getu og eru í boði 4 daga vikunnar á milli 9 og 11.
Styrktarþjálfun fyrir hlaupara er sértæk þjálfun fyrir þá sem hafa lagt hlaup fyrir sig.
Þjálfunin gengur út á að styrkja svæði sem mæðir hvað mest á hjá hlaupurum og þannig ná fram meiri styrk, minnkuðum líkum á meiðslum, auknum hraða ásamt því öðlast betri og dýpri skilning á virkni líkamans og vöðvakerfisins.
Tímarnir eru í boði þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.00
Verkir við hreyfingu og eftir hreyfingu geta stafað af vökvaskorti í bandvefi líkamans. Bandvefslosun kemur hreyfingu á bandvefinn og eykur vökvaflæði til hans. Aukið vökvaflæði dregur úr verkjum og bólgum í vöðvum, auðveldar hreyfingu, eykur vellíðan og gefur betri hvíld.
Unnið er eftir The Roll Model kerfinu þar sem nokkrar stærðir af nuddboltum eru notaðar til að nudda vöðva og liðabönd.
The Roll Model er kennt bæði sem námskeið og sem opnir tímar
Jóga liðkar ekki bara upp stirða liði, jóga er snilldar styrktarþjálfun fyrir allann líkamann og jafnvægisþjálfun.
Jóga kemur þér í samband við líkaman þinn.
Jóga æfingar eru hannaðar til þess að styrkja og endurnæra líkamann og þar af leiðandi kemst þú í betra samband við líkama þinn.
Jóga getur bætt öndunartækni þína.
Jóga getur bætt svefninn.
Jóga bætir líkamsstöðuna.
Jóga bætir einnig styrk þinn, hvort sem er andlega sem líkamlegan.
Kannski er bara kominn tími til að prófa jóga?
Jóga er hluti af heildar hugmyndarfræði þjálfunar Train Station.
Ofurmömmur er tími fyrir allar mæður sem vilja æfa og styrkja sig eftir barnsburð í öruggu umhverfi og mæta með krílin sín*.
Í grunninn er unnið með alvöru styrktarþjálfun þar sem við vitum að við getum oft ótrúlega mikið burt séð frá því að vera nýbúnar að ljúka meðgöngu jafnvel.
Unnið er sérhæft með hverja og eina og börnin eru auðvitað velkomin með.
Algjört næði er í salnum þar sem eingöngu mæður eiga þennan tíma.
Tímarnir eru kenndir kl 10:00 mán, mið og föst.
*allar mömmur eru velkomnar burtséð frá aldri barnsins
Gerðu 2023 að þínu ári !
Vantar þig ekki svolítið gott aðhald, meiri vitneskju um mataræðið og allt er viðkemur heilbrigðum lífstíl, snilldar matseðil sem kemur þér vel afstað og lengra en það og góða 10 vikna þjálfun sem virkar og læra bara að gera þetta rétt með aðstoð fagfólks?
Þjálfun
3 einstaklings viðtöl við heilsumarkþjálfa
Mælingar á árangri
Bókin okkar
4 fyrirlestrar
Gong hljóðferðalag
Aðhaldið
Endurmat á 10 daga fresti
Fullt af snilldar tölvupóstum
Ásamt því að þar sem þetta er áskorun og veitt eru vegleg verðlaun fyrir framúrskarandi árangur.