fbpx

Train Station

Class

Train Station er fagleg sérhæfð einstaklingsmiðuð þjálfunarstöð staðsett í Dugguvogi 4 í Reykjavík.

Þjálfunarkerfið okkar TRAIN byggir upp á þjálfun fyrir styrk-, liðleika- og hreyfanleika og hentar öllum þar sem við sníðum hverja æfingu fyrir hvern og einn miðað við styrk- og veikleika.

Við bjóðum upp á einstaklingsmiðaða hópþjálfun í litlum hópum þar sem við vinnum sérhæft með hvern og einn.

Eftir að hafa starfað við einkaþjálfun til fjölda ára höfum við hannað snilldar kerfi sem virkar jafnvel betur en einkaþjálfun. Þú færð einstaklingsmiðaða þjálfun, aðhaldið, kennsluna, getur mætt hvenær sem er á opnunartíma, ásamt því að æfa í skemmtilegum félagsskap, þar sem við vitum að félagslegi þátturinn skiptir ótrúlega miklu máli.

Öllum skjólstæðingum okkar stendur til boða í byrjun sem og mánaðarlega viðtöl með þjálfara og heilsumarkþjálfa. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.

 

Viltu betri upplýsingar? sendu okkur þá póst trainstation@trainstation.is