fbpx

Fyrstu skrefin

Hér má finna helstu upplýsingar um fyrstu skrefin áður en þú kemur til okkar í tíma ásamt gagnlegu efni sem er gott að hafa í huga.

 

Hér má ná í Nýliðabók Train Station

Hér má ná í grunnbók um næringu

 

Við skráningu stendur öllum til boða að koma í viðtal. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.

Áður en þú kemur til okkar í fyrsta sinn í viðtalið mælum við með að fylla út heilsufars skýrsluna svo við höfum betri hugmynd um stöðu þína núna áður en við mótum markmið.

 

Heilsufarsskýrsluna má finna hér og er hún trúnaðarmál milli Trainstation og þín.