fbpx
Shop
Product Details

TRAIN STRONG

19.900kr. á mán

TRAIN STRONG

Kraftlyftingar sem íþrótt er byggð upp af hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu en þessar þrjár lyftur reyna á allan líkamann og styrkja þig í grunnhreyfingum mannsins ásamt því að kenna fólki að beita sér rétt.

Vörunúmer: 8 Flokkur:

Lýsing

Train Strong er kraftlyftinganámskeið.  

Unnið er í grunninn með hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.   

Þessar þrjár hreyfingar eru grunnhreyfingar mannverunnar og eitthvað sem við framkvæmum tugum ef ekki hundruðum sinnum á hverjum einasta degi.  

Grunn áherslan liggur í réttum hreyfiferlum sem og að losa upp svæði sem gætu hugsanlega hindrað framfarir hjá þér. 

Train Strong hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum þar sem öll þjálfun er einstaklingsmiðuð.

Train Strong námskeiðið leggur áherslu á alhliða vöðvastyrk, snerpu og andlegan styrk eftir að námskeiði loknu. 

Þjálfarar námskeiðsins er Hjálmar Andrésson – kraftlyftingamaður, Bs sjúkraþjálfun ásamt Guðjóni Inga Sigurðssyni, kraft- og ólympískarlyftingar, einkaþjálfari og styrktarþjálfari.

Train Strong námskeiðið er kennt þriðjudag og fimmtudaga kl 19:00 – 20:30.

Nánari upplýsingar og skráning : trainstation@trainstation.is