Tilboð

30 kort á 10.000

24,900kr. 10,000kr.á mán

Innifalið í mánaðarkorti er tækniþjálfun, viðtal í upphafi og í lok tímabils

23 á lager

Vörunúmer: 31 Flokkur:

Lýsing

Fáðu smjörþefinn og prófaðu í mánuð.

Innifalið í mánaðarkorti er tækniþjálfun, viðtal í upphafi og í lok tímabils

Tækniþjálfun

Tækniþjálfunin er sérsniðin grunnþjálfun sem stuðlar að því að þú skiljir betur líkama þinn, lærir grunnlyftingatækni, líkamsbeitingu sem og réttar æfingar fyrir þig.

Tækniþjálfun fer fram í 10-20 manna hópum og fylgja skjólstæðingar okkar sama hópnum í gegnum námskeiðið. Námskeiðið er 12 skipti.

Meðlimir

Eftir að Tækniþjálfun lýkur fara skjólstæðingar okkar inn í opið meðlimakerfi. Meðlimakerfi okkar býður upp á að þú getir bókað og mætt á þeim tíma sem þér hentar.

Meðlimaþjálfun fer einnig fram í litlum hópum þar sem þjálfari hefur alltaf allar nýjustu upplýsingar um þig við höndina og getur þannig sérhæft þjálfun dagsins að hverjum og einum.

Viðtalið

Við skráningu stendur öllum til boða að koma í viðtal. Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.

Meðlimum Train Staion stendur til boða mánaðarlegt viðtal.