fbpx

Húsreglur Train Station

11/01/2021
Húsreglur Train Station

HÚSREGLUR TRAIN STATION

13 jan – 17 feb 2021

Æfingaaðstöðu hefur verið skipt upp í hólf. 

Búningaaðstaða er lokuð.

Salernis- og handþvottaaðstaða fylgir hverjum hóp.

Einungis 14 geta bókað sig í hvern tíma.

Hver tími er 45 mín. Leyfilegt er að mæta 5 mín fyrir bókaðan tíma og salur skal yfirgefinn korter fyrir heila tímann.

Meðlimir eru beðnir um að mæta í æfingafötum og með drykkjarvatn í brúsa.

Það mætir enginn á æfingu án þess að hafa skráð sig í Wodify. Skráning þarf að fara fram að lámarki klst fyrir mætingu.

9 tíminn sem eyrnamerktur er ALUNG er tími fyrir 60 ára +. 

Þegar mætt er á æfingu höfum við sett upp merkingu sem gefur til kynna hvaða salernis- og handþvottaaðstöðu skal nota til handþvottar. 

Meðlimir eru beðnir um að þvo sér um hendurnar strax og komið er í hús og í leiðinni muna eftir 2 metra reglunni og sýna virðingu. 

Við höfum merkt æfingasvæðið þannig að hver og einn hafi hólf til þess að framkvæma æfingar, 4 fm og síðan höfum við tekið frá pláss sem er 2 m að breidd milli allra hólfa.

Þar sem það er algjör skráningaskilda þá vitum við alltaf fyrir fram hver mætir og gerum því hólfin tilbúin fyrir ykkur með viðeigandi æfingarbúnaði, dýnu, handklæði, sótthreinsandivökva og tusku.

Eftir æfingar þrífur hver og einn búnaðinn sinn og skilur eftir í hólfinu. 

Vegna fjölda- og nálægðartakmarka verður einungis einn þjálfari í salnum hverju sinni.

Við hvetjum meðlimi okkar áfram að gæta fyllsta öryggis og halda sig heima ef um flensueinkenni er að ræða.

Hvetjum meðlimi okkar til að lesa yfir minnisblað Þórólfs :

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20s%c3%b3ttvarnal%c3%a6knis%20dags.%207.%20jan.pdf?fbclid=IwAR2xAn3Rwy5QyTkemdcW3CAAx6BscAcQWzxlhELrj5WYOBNz7qxrAfEdlbo