fbpx

Frestun á opnun Train Station

21/10/2020
Frestun á opnun Train Station

Eftir mikla yfirlegu síðustu daga höfum við ákveðið að hafa þjálfunarstöðina okkar, Train Station, lokaða áfram.

Við munum halda áfram að fylgjast með þróun bylgjunnar og munum halda meðlimum okkur upplýstum um gang mála.

Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm.

Hingað til hafa engin smit komið upp hjá okkur, enda höfum við lagt allt okkar í að vernda meðlimi okkar og höldum því auðvitað áfram.