fbpx

Tilkynning vegna COVID-19

02/08/2020
Tilkynning vegna COVID-19

Í tilefni af COVID-19 langar okkur að benda á að Train Station er einstaklingsmiðuð þjálfunarstöð og er alltaf takmarkaður aðgangur að stöðinni þó svo við forum út í örlítið hertari aðgerðir núna.

Næstu vikurnar höfum við sett upp fjöldatakmörk sem miðast við að aldrei séu fleiri en 20 manns í húsinu hverju sinni. Húsnæðið er 600 fm og ætti að rúmmast vel um hvern og einn. Minnum á að nauðsynlegt era ð skrá sig í tíma.

Húsnæðið er vel þrifið og sótthreinsað á milli tíma og mælumst við til þess að við öxlum öll ábyrgð og þvoum okkur vel um hendurnar með sápu áður er komið er inn í salinn og notað sé sótthreinsispritt.

Æfingarnar skipuleggjum við þannig að það sé sem minnst af snertingum við áhöld sem við notum með öðrum. Sótthreinsispritt er alltaf tiltækt í salnum ásamt klútum til að þrífa með.

Hvetjum fólk til að vera heima ef það finnur fyrir flesueinkennum eða hefur grun um smit.

Við fylgjumst vel með tilmælum landlæknis og munum endurmeta okkar viðbrögð eftir því sem frekari upplýsingar berast.