fbpx

Nærðu þig

12/06/2020
Nærðu þig

Öll þurfum við næringu. Hvað þá ef við erum að hreyfa okkur.

Öll þurfum við líka góða næringu og því miður virðist hún ekkert endilega vera auðfundin í dag. Hvað gerum við þá? Jú græjum kokk.

Við bjóðum Miloz velkomin og getum við ekki annað en hvatt ykkur í að koma við og fá að bragað á þessari dásemd sem hann hefur verið að framreiða hérna hjá okkur.

Við bjóðum upp á mat í hádeginu, misjafnt hvað er í boði en já súpa, fiskur, kjúklingur, grænmeti, tapas, við bara fylgjum veðri og vindum.

Við bjóðum líka áfram upp á dásemdar kaffið okkar, sjeikana sem flesta dreyma síðan nóttina á eftir og höfum bætt við morgunskál stútfullri af grískri jógúrt sem Miloz hefur töfrað dásemdar bragð sem er toppuð með hnetu múslíinu okkar og ávöxtum.

Einnig höfum við til sölu hjá okkur hnetustykki, sesam bita, hrökkbrauð með hummus og pesto, að minnsta kosti tvær tegundir af múslí…

… þú þarft eiginlega bara að kíkja við

Hlökkum til að sjá þig

Starfsfólk Train Station