fbpx

COVID-19

15/03/2020
COVID-19

Í tilefni af COVID-19 langar okkur að benda á að Train Station er einstaklingsmiðuð þjálfunarstöð og er takmarkaður aðgangur að stöðinni.

Fjölda takmörk hafa verið sett á og miðað er við að aldrei séu fleiri en 15-18 manns í húsinu hverju sinni, húsnæðið er 600 fm og ætti því að rúmmast vel um hvern og einn. Nauðsynlegt er því að skrá sig í tíma.

Húsnæðið er vel þrifið og sótthreinsað á milli tíma. Mælst er til þess að við öxlum öll ábyrgð og þvoum okkur um hendurnar með sápu, notum sótthreinsispritt.

Hvetjum fólk til að vera heima ef það finnur fyrir flensueinkennum eða hefur grun um smit.

VIÐ FYLGJUMST VEL MEÐ TILMÆLUM LANDLÆKNIS OG MUNUM ENDURMETA OKKAR VIÐBRÖGÐ EFTIR ÞVÍ SEM FREKARI UPPLÝSINGAR BERAST.

SJÁ MEIRA UM COVID-19 VEIRUNA Á WWW.LANDLAEKNIR.IS