fbpx

Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar (COVID-19)

10/03/2020
Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar (COVID-19)

Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum. Þær eru þekkt orsök kvefs en þær geta einnig valdið alvarlegri lungnabólgu og jafnvel dauða.

Í Train Station förum við eftir leiðbeiningum og verkferlum til sjálfstæðra fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna sýkinga af völdum nýrrar kórónuveiru (COVID-19). Til að halda útbreiðslu í lágmarki þurfa allir að leggjast á eitt. Með eftirfarandi forvarnaraðgerðum getum við varist óvelkomnum sýkingum og veirum í andrúmsloftinu. Hver og einn þarf að vernda sjálfan sig og gæta þess að dreifa ekki smiti ef grunur leikur á veikindum. Aukin hafa verið þrif og aukið aðgengi er að sótthreinsispritti.

 

Taktu eftir:

• Tryggt hefur verið að starfsfólk fyrirtækisins hafi ekki dvalið í þeim löndum eða svæðum sem hafa orðið hvað verst úti á síðustu vikum (Ítalía, Kína, Kórea, Íran og fleiri)

• Þjálfunarstöðin er vel þrifin og álagssvæði sprittuð amk tvisvar á daglega.

• Ef þú finnur fyrir kvef- og flensueinkennum hvetjum við þig til að vera heima.

• Ef þú hefur áhyggjur af mögulegu COVID 19 smiti skaltu tilkynna það í síma 1700.

• Notaðu handspritt og vertu dugleg(ur) við handþvott.

• Forðastu faðmlög og handabönd.

• Forðastu að snerta andlit með höndunum nema þú sért nýbúin(n) að þvo þér eða spritta.

• Hóstaðu/hnerraðu í olnbogabótina eða í til þess ætlað lín/pappír og þvoðu hendur á eftir.

• Gættu að hreinlæti við notkun vatnsflaska, klósett og vaska.

Til þess að tryggja okkur frekar þegar að þjálfun kemur:

• Handþvottur er mikilvægur, þvoðu þér um hendurnar og notaðu spritt áður en þú byrjar æfinguna.

• Hjá Train Station er í boði sótthreinsispritt í spreybrúsum sem þú getur haft mér þér í gegnum æfinguna.

• Úðaðu spritti á dýnu eftir notkun.

Við fylgjumst vel með tilmælum Landlæknis og munum endurmeta okkar viðbrögð eftir því sem frekari upplýsingar berast.

Sjá meira um Covid-19 veiruna á www.landlaeknir.is