Tækniþjálfun er sérsniðin grunnþjálfun sem hentar öllum.
Tækniþjálfunin stuðlar að því að þú skiljir betur líkama þinn, lærir grunnlyftingatækni, líkamsbeitingu sem og réttar æfingar fyrir þig.
Innifalið í tækniþjálfuninni er viðtal við þjálfara.
Viðtalið er einskonar heilsufarsgreining; vigtun, ummáls- og fitumæling, blóðþrýstingur mældur ásamt því að farið er yfir sögu um heilsufar, líkamsstöðu, líkamsástand ásamt næringu. Í viðtalinu er lagður grunnur að komandi þjálfun út frá markmiðum hvers og eins.
Við leggjum áherslu á að þú gerir réttu æfingarnar fyrir þig og að þær séu rétt framkvæmdar þar sem við fáum jú bara einn líkama.
Tækniþjálfun fer fram í 10-20 manna hópum og fylgja skjólstæðingar okkar sama hópnum í gegnum námskeiðið.
Á Tækniþjálfunar námskeiðunum eru aldrei fleiri en 8 á hvern þjálfar.
Námskeiðið er 12 skipti.
Tækniþjálfun er kennd kl. 6:30 og 17:00 og hefst 2 september.