fbpx

Sumarið 2019

14/05/2019
Sumarið 2019

Sumarið er komið, loksins og því er við hæfi að hrista smá upp í kerfinu okkar.

Í sumar liggur tækniþjálfunin okkar niðri og er því nýjum meðlimum Train Station velkomið að mæta á hvaða tíma dags sem er á opnunartíma. Við bjóðum upp á sérstaka eftirfylgd fyrstu vikurnar fyrir nýja fólkið okkar og keyrum svo á tækniþjálfunina aftur í haust.

Mömmu tímarnir, MOM, okkar ganga vel og ennþá laus pláss fyrir sprækar nýbakaðar mæður sem langar að koma og taka á því með krílin með. Hægt er að byrja hvenær sem er.

ALUNG liðið okkar er líka alltaf sprækt og þar eru laus pláss líka. ALUNG er styrktarþjálfunarkerfi sérstaklega hugsað fyrir 60 ára og eldri.

Síðan minnum við á vikupassana okkar. Ef þig langar að prófa þá bjóðum við upp á fría viku, sem er auðvitað snilld því þá veistu líka ákkurat hvað þú ert að fara út í áður en þú tekur ákvörðun.

Hlökkum til að sjá ykkur

Þjálfarar Train Station